Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 18
nefndur. Snorri hlaut þennan styrk og má ætla, aö meðmæli Revolds hafi valdið miklu um ákvörðun þingmanna. En áður en hann hélt af landi brott réðst hann í þau stóiræði að halda fyrstu sýninguna á mynd- um sínum. Hún var opnuð á tuttugasta og áttunda afmælisdegi málarans í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Af sýningarskrá má ráða nokkuð um myndirnar á þessari fyrstu sýningu Snorra. Þær voru fjörutíu og níu talsins og skiptust þannig eftir efnivið: tuttugu og tvö olíumálveik, tuttugu vatnslitamyndir og sjö teikningar. Flest bera nöfnin vott um það, að enn leitar málarinn sér helzt fyrir- mynda í náttúru lands síns. Hann málar fjöll og báta við bryggju af sömu einlægu hrifningu og fyrr. Á hinn bóginn kemur greinilega í ljós, að skólinn hefur leitt hann inn á brautir, þar sem hlutverk fyrirmyndar- innar er í rauninni ekki orðið annað en það að styðja listamanninn, þegar hann er að reisa byggingu úr litum sínum. Ein teikninganna á sýningunni heitir til dæmis „Kvöld“, önnur ,,módel“, hin þriðja „ferðamaður". Ég hef ekki átt þess kost að rannsaka myndir, sem öruggt getur talizt, að hafi verið til sýnis í K. F. U. M. húsinu þessa desemberdaga. En „Sjálfs- mynd“ (45x53 sm.) eftir Snorra máluð um 1929 hlýtur að benda á þann farveg, sem list hans rann í á þessum árum. Hún er mild í litum. Við getum, ef til vill, talið hana gráa í höfuðatriðum. En samt er farið að gæta meiri tónauðgi í pensildráttunum að hætti Norðurlandamálaranna, sem námu hjá Matisse skömmu eftir aldamótin síðustu. Þó má fremur miða hana við Cézanne eða aðra fulltrúa hinnar heiðu klassísku hugs- unar. Heið klassísk hugsun, ríkt tilfinningalíf, sem ekki var bælt niður heldur veitt í farveg agaðrar vinnu, var megineinkenni mynda Snorra á því tímabili, sem hefst um 1930 en lýkur við upphaf síðari heimsstyrjaldar- innar. Ég hef áður leyft mér að nefna þetta tímabil: klassíska skeiðið, og geri það enn í þessum h'num, þótt mér sé fullkunnugt um, að Snorri hafi sjálfur löngum kennt það við Expressjónisma að hætti þeirra, sem lifðu kreppuárin í námunda listgrósku og stjórnmálaupplausnar. En hvað sem því líður mun Snorri hafa kosið að gæða myndir sínar áhrifaríkara lífi en fyrr. Hann lagði sig eftir einföldum megindráttum, djúpum eða dimmum litatónum. Hann setti blásvarta fleti við hliðina á grænum dílum og þótt þeir væru ekki andstæður í eðli sínu gaf snerting- in ótvírætt til kynna, að óstýrilát öfl byggju undir sléttu yfirborðinu. Minni mitt á list hrekkur ekki til að gera grein fyrir næstu sýningu,1) 1) Litlar heimildir eru til um þessa sýningu, t. d. hef ég ekki getað grafið upp neina sýningarskrá. Sveinbjörn Arinbjarnar þykist hins vegar fullviss um, að hún hafi verið haldin á þessum stað. Hann segir að þeir Snorri hafi oft rætt um hana sín á milli sem óumdeilanlega staðreynd. 16 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.