Birtingur - 01.01.1959, Side 22

Birtingur - 01.01.1959, Side 22
Á sýningunni í Listamannaskálanum haustið 1945 (1.—10. sept. Þar voru sýndar 34 myndir að því er sýningarskrá hermir), á Septembersýn- ingunum fjórum, yfirlitssýningunni 1952,:i) og á fjölmörgum samsýning- um bæði hér heima og erlendis kom expressjónistíska tímabilið fyrst og fremst fyrir almenningssjónir. Þessar myndir eru grófar á yfirborðinu af því að málarinn hefur þakið hvern flöt mörgum sinnum og ekki hirt um að þurrka út litahnúta, sem setzt höfðu upp á léreftinu. Þvert á móti. Hann hafði þennan hátt á til að koma fram áformi sínu. En þegar fyrstu líkingarlausu myndir Snori-a eru skoðaðar kemur í ljós, að málarinn er farinn að snerta dúkinn á annan hátt. Litalagið er orðið þynnra og gagnsærra og það teygist meira úr því. Þessi tilhneiging verður að með- vitaðri vinnuaðferð síðustu æviáiin. Hann málar þá 4 eða 5 myndir nær samtímis en lýkur aðeins við eina þeirra. Sú er nafnlaus (100x125 sm, 1955), mér liggur við að segja án tímaákvörðunar, og á borð við þær stærstu, sem Snorri lét nokkurn tíma frá sér fara. Það hlýtur að teljast harmsefni, að honum skyldi ekki endast líf til að láta aðrar slíkar sigla í kjölfarið. Hvers vegna? Vegna þess, að þetta síðasta fullgerða málverk hans og hin, sem voru í deiglunni, gefa ótvírætt til kynna, að nýtt grósku- skeið hafi verið í uppsiglingu, meiia að segja tímabil, er hefði væntan- lega ekki átt sér neina hliðstæðu í íslenzkri listsögu. Snorri andaðist 31. maí 1958, fimmtíu og sex ára að aldri. 3) Félag íslenzkra myndlistarmanna bauð Snorra skála sinn til sýning- ar vegna fimmtugsafmælis hans. Sú sýning var merkileg fyrir margra hiuta sakir. Hún mun hafa verið haldin í marzmánuði 1952, sett saman af hvorki meira né minna en áttatíu og tveim listaverkum að sögn sýn- ingarskrár. Þarna gátu menn skoðað helztu myndir Snorra frá tveim þróttmestu tímabilum á starfsferli hans, hinu klassíska og expressjón- istíska, svo að segja jöfnum höndum. Halldór Laxness sendi Snorra nokkrar línur, sem hann skrifaði niðri í Listamannaskála: „... sem mér var veruleg ánægja að skoða, einkum er ég þér þakklátur fyrir myndir, sem eru allar á léreftinu, því þannig finnst mér að góð mynd eigi að vera: fullkominn heimur fyrir sig, þar sem allt gerist á dúknum og ekkert fyrir utan hann.“ Grein þessi er þáttur í yfirlitsgrein um íslenzka nútímamálara, sem Hjör- leifur Sigurðsson hefur í smíðum. E. B. 20 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.