Birtingur - 01.01.1959, Page 28

Birtingur - 01.01.1959, Page 28
uðu, aldrei hef ég séð andlit, sem þannig geislaði eða var jafn kyrrlátlega forklárað. Éð varð hrærður og um leið kom það illa við mig að sjá hann vera þannig í eymd sinni. Hvernig gat hann það? Ég, sem lifði raunverulegu lífi, og hafði aðeins iitið hingað inn til að sjá hvernig hann byggi í greni sínu — ég átti engan frið. Já, hugsaði ég með sjálfum mér, hann hlýtur að eiga sér von í einhverju öðru, hann hlýtur að vera einn af þeim, sem trúa á guð og svoleiðis, og þá geta menn þolað allt, þá verður ekkert þungbært. Og mér datt í hug, að ég skyldi einmitt spyrja hann um þetta, sem stöð- ugt íþyngdi mér sjálfum, sem aldrei lét mig hafa nokkurn frið, sem sogaði mig niður í djúpið, þar sem ég vildi ekki vera, þessvegna hafði ég farið heim með honum, ég hafði ætlað að spyrja hann um það. Ég átti ekki heima hér niðri, ég ætlaði einungis að spyrja hann um það. — Segið mér, Lindgren, sagði ég, þegar líf manns er einsog yðar, þegar menn þurfa að bera slíkan kross, þá hafa menn eflaust frekar en við hinir þörf fyrir að trúa á eitthvað fyrir utan þennan heim, að það sé til guð, sem ráði og hafi æðri tilgang með því sem hann leggur á okkur? Gamli maðurinn hugsaði sig um stundarkorn. — Nei, svaraði hann og dró seiminn, ekki þegar líf manns er einsog mitt líf. Þetta þótti mér einkennilegt og kveljandi að heyra. Hafði hann þá engan grun um eymd sína, vissi hann ekki hve auðugt og dásamlegt lífið gat verið! — Nei, sagði hann niðursokkinn í hugsanir sínar, það erum ekki við, sem þörfnumst hans. Og ef hann væri til, gæti hann aðeins sagt okkur það, sem við þegar höfum skilið og erum þakklátir fyrir. — Ég hef oft talað um það við húsráðandann, hélt hann áfrarn, hann hef- ur kennt mér margt. Já, þér þekkið kannski ekki húsráðandann okkar, en það ættuð þér að gera, það er undarlegur maður. — Nei, hann þekki ég ekki. — Nei, auðvitað ekki, ég skil það, en það ættuð þér að gera. — Einmitt það, sagði ég, jú, það gat svo sem verið, ég vissi ekki hverskonar maður hann var, þessi merkilegi húsráðandi, sem hann talaði um, hann gat svo sem vel verið eitthvað sérstakt, en ég bjó í öðru húsi. Þetta hugsaði ég aðeins með sjálfum mér, en sagði það ekki upphátt. — Mig furðar á því, sagði gamli maðurinn. Hann á mörg hús, næstum hvert einasta hús, hann á sjálfsagt einnig það, sem þér búið í. — Já, hélt hann áfram, hann getur ekki haft augun allsstaðar. Þegar ég kom til hans og spurði, hvort hann gæti hýst mig hér, því ég þurfti líka einhversstaðar að búa, þá horfði hann lengi rannsakandi á mig. — Já, ég get látið þig vera í kjallaranum, sagði hann, þú getur jú ekki búið uppi í sjálfu húsinu. — Nei, svaraði ég, það skil ég vel. — Ég held að kjall- arinn hæfi þér, sagði hann, ég vona að mér missýnist ekki um þig? 26 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.