Birtingur - 01.01.1959, Side 40

Birtingur - 01.01.1959, Side 40
ytri myndar, hafi minnkað til muna. og sums staðar horfið, er önnur mótstaða komin í hennar stað: krafan um hrynjandi forms og lita, þörfin fyrir samræmi. Iíinum unga málara er gefið frelsi til þess að umgangast form þau, er hann hittir fyrir utan sig eða á strigafletinum, ekki til þess að níðast á þeim eða afskræma þau, heldur til þess að þau gangi betur til sam- fylgdar við sköpunarviðleitni hans. Listaverkið verður því í augum hans viðkvæm smíð, sem hefur samræmið að æðsta takmarki. Enda er náttúran fyrst og fremst stór og margbrotinn smíðisgripur fyrir sjónum hans. Þegar málarinn stendur fyiir framan hana, fjarblátt fjall, mosa- vaxinn stein, knipplinga laufblaðs, dularfulla ásýnd mannsins, eru áhrif- in sem hann verður fyrir af henni fyrst og fremst byggingarlegs eðlis. Til þess að láta formin eða litinn tala eða rétta út hendur sínar af flet- inum, til að grípa í þá sem leið eiga fram hjá, verða grip þeirra að vera í samræmi við önnur álíka, sem aldrei láta okkur í friði á ferð okkar um heiminn. Enda þótt Iíkingunni hafi verið svipt yfir á baksviðið, hefur henni ekki verið afneitað. Hún er meira að segja höfð í hávegum í sumum greinum myndlistar, en þá jafnan meira undir sama sjónarhorni og í skáldskap eða Ijóði, en birtist síður sem bein eftirmynd. En líking og eftirmynd eru ekki hið sama, þótt þær hafi birzt þannig í myndlist undangenginna alda. Vissulega getur líkingin dýpkað og skýrt, bakvið hana liggja oft þau sannindi, sem við komumst ekki beint að og hún er ein fær um að tjá. Fjallið hefur á sér mynd sofandi konu, í steinfléttu hvílir hvítur engill, í skýi er saknandi mannshreyfing. I stað þess að sýna konuna notar málarinn einsog skáldið form fjallsins, til þess að sýna hvíld engilsins bregður hann upp mýkt flúrsins á steininum, skýið túlkar betur flug saknaðarins en mannsmyndin. Það sem skírskotað er til, er miklu ferskari efniviður en arfteknar fyrirmyndir síðaldanna. Þannig er minni hætta á að líkingin detti dauð til jarðar. Manni sem vanizt hefur að ganga boginn finnst það mestu öfgar að ganga beinn. Sumt af því, sem virðist vera einna fjarstæðukenndast í kenningum nútímamyndlistar og hvað mestum örðugleikum veldur við allar skýringar á henni, er í raun ákaflega eðlilegt. Stundum þarf ekki annað en rýna nógu langt aftur í tímann svo maður sjái, að hvössustu kjörorð nútímalistar og þau sem stinga hvað mest í óvön eyru, hefðu þá verið talin eins sjálfsögð og sólskinið. Hvað getur virzt sanngjarnari og réttlátari krafa en að nota hreina liti, að skilja að mynddúkurinn er flatur og að maðurinn er lifandi vera, gædd því fram yfir önnur spendýr að hugsa, en ekki skynlaus skepna eða dauð vél. Nútímalist, þetta voðalega orð í eyrum margra, er í stuttu máli í rauninni ekki annað en þetta. 38 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.