Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 51

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 51
þakka. Sama máli gegnir um náinn samruna forms og efnis, í ljóðlist sinni kveðst Pasternak leitast við að finna hið íétta samband milli hrynjandi hljóðanna og merkingar orðanna. Eins og annar tónlistar- unnandi í hópi nóbelsskálda, Halldór Kiljan Laxness, segist Boris Paster- nak hafa lært mikið af tónlistinni um byggingu skáldverka. Þótt tónlistin drottnaði yfir æsku Pasternaks, ýtti hún ekki öllu öðru til hliðar. Hann festi ást á Moskvu, krókum hennar og kimum, götum hennar og torgum, höllum og hvolfþökum. Hann gat gengið tímum sam- an um göturnar og drukkið í sig umhverfið, húsin, fólkið, vagnana. Hann eignaðist nána vini í skólanum og úti i sveitinni, þar sem for- eldrar hans áttu nú sumarhús. Tólf ára gamall datt hann þar af hest- baki og fótbrotnaði. Brotið greri illa, og hann hefur verið haltur æ síðan. Þetta slys bægði honum frá herþjónustu í tveim heimsstyrjöld- um. Foreldrar Pasternaks, og flest af því fólki sem þeir umgengust, lifði fyrir list sína og lét sig opinber mál litlu skipta, en varð þó fyrir öldu- róti stórviðburðanna eins og aðrir. í misheppnuðu byltingunni 1905 ruddist mannfjöldi inní myndlistarháskólann, og kona hélt ræðu af svöl- unum. Kúla úr byssu kósakka hæfði hana meðan hún var að tala. Gorkí kom frá útlöndum og heimsótti Pasternakfjölskylduna. Boris tók að afla sér tekna með því að lesa með skólafólki og kenna í kvöldskóla, sem verkamenn og skrifstofumenn sóttu til að afla sér menntunar fram yfir þann rýra skerf, sem þorri rússnesks alþýðufólks átti kost á í æsku. Tónlistinni hafði verið varpað til hliðar, og nú sökkti Boris sér niður í heimspekina. Tveir heimspekiskólar áttu um þessar mundir mest ítök við Moskvuháskóla og skiptust stúdentar og kennarar í flokka eftir fylgi við þá. Annar hópurinn fylkti sér um Bergson hinn franska, hinn að- hylltist ný-kantismann, en lærifaðir þeirra sem þann flokk fylltu, og meðal þeirra var Boris Pasternak að finna, var prófessor Cohen í Mar- burg á Þýzkalandi. Síðla árs 1911 skýrði Rósa Pasternak syni sínum frá að sér hefði tekizt að spara saman af launum fyrir píanóleik 200 rúblur, sem hann mætti nota til utanlandsferðar. Boris þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Hann hélt beina leið til Marburg og hóf þar nám hjá prófessor Cohen. Boris féll vel vistin í þessum litla, þýzka háskólabæ, og námið gekk eins og í sögu. Vorið 1912 vann hann að prófritgerð og hafði raðað opnum doðröntum hornanna milli í herbergi sínu, til að hafa tiltæka alla þá staði sem hann taldi sig þurfa að vitna til. Þá bárust skilaboð um komu tveggja systra frá Moskvu. Þeirri eldri hafði Boris kennt í einkatímum og fest ást á henni, en aldrei fengið tækifæri til að láta tilfinningar sínar í ljós. Nú var hún komin, og bað heimspekistúdentinn að sýna sér og systur sinni Marburg. Það var auðsótt. Systurnar voru af auð- ugu fólki, og í tvo daga var lifað í dýrlegum fagnaði, gerólíkum knöpp- Birtingur 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.