Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 55

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 55
Skáldskapur Pasternaks er því ekki rnikill að vöxtum og hefur aldrei komið út í risaupplögum, aðal tekjur sínar hefur hann haft áratugum saman af þýðingum. Hann hefur þýtt ýmis leikrit Shakespeares, Faust Goethes, leikrit eftir Kleist, Swinburne og ýmsa fleiri. Þessar þýðingar þykja bera langt af öllum öðrum, og eru jafnan notaðar þegar verkin eru sýnd í Sovétríkjunum. Auk leikritanna hefur Pasternak þýtt Ijóð eftir mörg fremstu skáld Vestur-Evrópu og Grúsíu. Fyrir þrem árum skrifaði Pasternak Tilraun til sjálfsævisögu. Þar er hann þagmælskur um fjölskyldumál sín eftir að hann fór úr foreldrahúsum, en hermt er að hann sé tvígiftur og eigi einn son með seinni konunni. Eftir byltinguna fóru flestir nánustu ættingjar Paster- naks úr landi og settust að í enska háskólabænum Oxford. Þar lézt Rósa móðir hans 1939 og Leóníd faðir hans 1945. Systur hans tvær búa enn í Oxford. Boris Pasternak er svo lýst að hann sé lágvaxinn en þrekinn. Andlitið ber sterkan, fínlegan gyðingasvip, verður fagurt þegar hann brosir, en ör eftir uppskurð gerir það nokkuð stórskorið þegar engra svipbrigða gætir. Hann er mesti fjörkálfur, líkari unglingi en öldruðum manni í umgengni, hrekkjóttur en ekki illkvittinn. Pasternak hefur oft áður en S í v a g ó 1 æ k n i r birtist komið við sögu í bókmenntadeilum í Sovétríkjunum. Sjálfur hefur hann lítinn þátt tekið í þeim orrahríðum, þótt þarfara að stunda list sína en munnhöggvast við náungann. Þeir sem hafa horn í síðu Pasternaks finna honum það til foráttu að hann sé ekki alþýðlegur, ljóð hans séu mörg torskilin og tyrfin. Einkum eru það bókmenntafræðingar sem þessu halda fram. Skáldin sem staðið hafa í þessum deilum hafa mörg tekið svari Paster- naks. Majakovskí kallaði hann „skáldið skáldanna“, og Ehrenbúrg komst svo að orði að hann hefði átt manna mestan þátt í að leggja grundvöll- inn að sönnum sovétbókmenntum. Skoðanir sínar á listinni lét Pasternak sjálfur í ljós í ritgerð, „Nokkrar athugasemdir um list“, sem birtist 1922. Þar segir hann: „Við höfum gleymt að einungis eitt er á okkar valdi — það að afbaka ekki lifandi rödd lífsins. ... Að geta ekki fundið og sagt sannleikann er vöntun, sem ekki verður breitt yfir með hæfileika til að segja ósatt“. Birtingur 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.