Birtingur - 01.01.1959, Side 58

Birtingur - 01.01.1959, Side 58
Þau risu á fætur. Þau gengu þögul gegnum Bielanskigarðinn og það var ekki fyrr en þau voru komin að sporvagnsstæðinu, að hann sagði við Agniesku: — Ég ætla að tala við Roman um það; hann hefur herbergi. Hann hlýtur að geta gist einhvers staðar eina nótt. „Þú talar við Roman, hugsaði hún. — Ég veit hvað þú segir við hann. Ekki að þú elskir mig og ég elski þig. Nei, þú segir sísvona: „Heyrðu, Roman. Ég þarf að komast yfir stúlku. Lánaðu okkur nú kytruna þína eina nótt.“ Og hann spyr: „Er hún snotur?“ Og þú glottir, dregur augað í pung og segir: „Hvað skal segja; það eru naumast þeir tímar núna, en hvað á maður að gera?“ Þú játar það ekki fyrir honum því þú vilt gjarna eiga það útaf fyrir þig. Svo segið þið einhvern dónaskap um kvenfólk, sem þið hafið í rauninni aumkunarlítið kynnst og vitið alls ekkert um .. Það voru mjög fáir í sporvagninum: tvær gamlar konur, niðurdreginn hermaður, tveir unglingar með bolta. Uppljómuð húsin þutu hjá og hurfu í myrkrið. Agnieska brosti og þrýsti sér að Pietrek. — Ágætt, elskan, sagði hún. — Talaðu við Roman. — Hvaða dagur er í dag? sagði hann hugsi. — Fimmtudagur? — Já, fimmtudagur. — Ég ætla að biðja hann að vera burtu sunnudagsnóttina. Hann lagði varirnar að eyra henni: — Hertu upp hugann, Agnieska. Sporvagninn stansaði. Vagnstjórinn leit yfir gleraugun og rumdi: — Trasa ... Pietrek þrýsti hönd Agniesku og stökk af vagninum. Hún horfði á eftir honum: hann var grannur og kattliðugur. Hann hneigði höfuðið. „Hvers vegna ætli hann sé svona álútur? hugsaði hún. — Ó, guð, ef hann talar nú samt ekki við hann!“ Svo missti hún sjónar af honum í fólksflaum kvöldsins. Fyrstu stjörnurnar voru að birtast yfir bænum; en á miðjum himninum logaði óríon hægur og staðfastur. — Targowa, sagði vagnstjórinn. Hún bretti upp kragann: það var komin rigning, hlý sumarrigning. Á undan henni gengu tveir menn í vinnuföt- um. Annar bölvaði og sagði við hinn: — Nú kemur hann aftur með úr- heliið. Það er iangt síðan ég man eftir öðrum eins maímánuði. Skrattinn hafi að maður geti svo mikið sem skroppið út í runna. — Með hverju? spurði hinn. — Með tengdamömmu kanske. Áttu pening? Þegar Agnieska náði þeim, rak hann öxlina í hana og sagði: — Gætirðu hugsað þér að fara út í runna með henni þessari? — Því ekki það? sagði sá sem fyrr hafði talað — en hún lítur bara ekki á karla eins og okkur. — Kanske við getum talað hana til? sagði hinn. Svo kallaði hann: — Heyrðu stúlka litla, eigum við að koma saman . .. Hún gekk framúr þeim og beygði í áttina til Brzka. 1 daufu skini götu- ljósanna eigruðu drukknir menn. Drukknum meðbróður var hent út af 56 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.