Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 69

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 69
svo mikið af sjálfum sér. „Gefðu allt sem þú átt“, er það ekki svona, sem talað er um allar þessar stólpípur, gúmíhluti, skrapanir og þessháttar? — Nú, og hvað með það? — Ég held það sé í kvæði eftir skáldið Slowacki sem einhver spyr: ,,Og er þá sálin eilíft brennandi 1 jós?“ Við eigum að krjúpa á kné fyrir hverri mannlegri tilfinningu, sem verður á vegi okkar, eins og fyrir helgidómi, eins og gagnvart stjörnunum. Við ættum að hlú að henni, bera hana eins og ljós, og þó að það sé ekki nema neisti þá eigum við að blása á hann þangað til við stöndum á öndinni. Við lifum á tuttugustu öld, Agnieska: Isolde er á hóruhúsi og Tristan drekkur með melludólgum á götuhornum. Núorðið hefur fólk lítinn tíma aflögu fyrir stórar tilfinningar; það bröltir fram úr á morgnana, slafrar í sig morgunbitann á sjoppunum, stendur eins og síld í tunnu í strætisvagninum, kaupir ódýrt skran í staðinn fyrir húsgögn með afborgunarkjörum í vöruhúsunum, þráttar um fimmeyring við vagnstjórann — ogsvoframvegis. Krjúptu á kné! segi ég. Lífið tryggir enga framtíð. Þeir sem segja: ,,Látum það vera. Eftir nokk- ur ár verður það betra“ eiga skilið, að maður hræki framan í þá. Hvað verður? Hvenær verður það? Hamingjan kemur alltaf til manns eftir skítaleiðum. Hann þagnaði og gaf barþjóninum merki. Þegar þjónninn var farinn starði hann ofan í fullt glasið. Kona sem sat nokkrum stólum frá þeim söng með skerandi röddu: „Ég er svo ung og smá ...“ — En rýmileg! sagði karlmannsrödd sannfærandi. Konan þagnaði, grúfði sig yfir glasið og tuldraði eitthvað sem ekki skildist. Saxófónleikarinn reyndi allt hvað hann gat að líkja eftir þeim amerísku. Brosleiti þjónninn leit spyrjandi á Grzegorz. — Einn lítinn, svartan? Hann rankaði við sér. — Ef þér viljið, sagði hann. En það er ekki ómaksins vert: ég verð hvort eð er ekki fullur í dag. Hann snéri sér að Agniesku: Viltu kaffi? Hún kinkaði kolli. — Látið okkur hafa tvo kaffi, sagði Grzegorz. Bar- þjónninn kom aftur og setti fyrir þau tvo bolla. Grzegorz saup á og hristi höfuðið vonsvikinn. — Kaffið er líka vont, sagði hann. Brosleiti þjónninn sló frá sér með höndunum: — Þvílíkir tímar, þvílíkir tímar! — Til andskotans með tímana, sagði Grzegorz — enn ein fáránleg goð- saga ... Hann snéri sér að Agniesku: Ég var að fá ágæta hugmynd. — Lát heyra. — Mig langar til að skrifa dálítið. — Bók? — Já, bók. — Um ástina? Birtingur 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.