Birtingur - 01.01.1959, Side 73

Birtingur - 01.01.1959, Side 73
sé alltaf annaðhvort of seint eða of snemmt, of mikil reynsla eða of lítil. Það er alltaf eitthvað í veginum. Þetta getur ekki haft neina þýðingu. Eftir stundarþögn sagði hann: Leist þér á það? — Nei, ég hata allt, sem er sorglegt. Ég hata þögnina og svarta litinn. Það hæfir þeim dauðu. — Ég ætla að hætta að drekka, Agnieska, sagði Grzegorz. — Raunveru- lega þykir mér skrambi vænt um þig, Agnieska. Ég vildi bara að þú værir svolítið öðruvísi. Þau stönsuðu. Það rofaði til, himinninn var líkt og óhreinn af skýja- flákunum. Morgunskíman hékk á blautum þökunum. Leigubílstjórarnir geispuðu, fyrstu mjólkurbilarnir komu akandi; neðar í götunni fór maður og bölvaði hástöfum. — Mér þykir líka vænt um þig, sagði Agnieska. — Þú veist sjálfur hvað mér þykir vænt um þig. IV Laufið var þétt og byrgði himininn. Þau lágu á bakið og sáu ekki annað en grænkuna hátt yfir sér; þau sáu heldur ekki söngfuglana. Það var beisk lykt úr troðnu grasinu, og golan bar til þeirra angan af viði og fyrsta lynginu. öðru hvoru skaust íkorni utan úr skóginum; hann leit forvitinn á þau kórallitum augum og þaut svo með óskiljanlegum hraða upp trjástofnana. — Þetta er það eina, sem ég man eftir frá bernsku minni, sagði Pietrek. — íkorninn? — Já. Við höfðum einu sinni íkorna heima. Mér var gefinn hann þegar ég var tíu ára. — Hvað kallaðirðu hann? — Joasia. Hann var yfirleitt gæfur. Hann svaf hjá mér og fylgdi mér eins og hundur, og við matborðið stakk hann litla trýninu ofan í diskinn minn. — Og hvað varð um hann? spurði Agnieska. — Joasia dó. Það er þannig með íkorna, að ef þeir fá ekki hnetur halda tennurnar áfram að vaxa. Einn góðan veðurdag gat hann ekki lengur opnað kjaftinn, og það var ekkert við því að gera. — Hvers vegna gáfuð þið honum þá ekki hnetur? — Þetta var á hernámsárunum. Brauð með sultutaui var helsta fæðan. Eftir því sem ég best veit var sultan þá búin til úr rófum. — Er þetta virkilega allt? — Allt hvað? — Allt sem þú manst? Þessi íkorni? — Er það kanske ekki nóg? Því ætti maður að muna eftir öllu? Birtingur 71

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.