Birtingur - 01.01.1959, Side 76

Birtingur - 01.01.1959, Side 76
— Hvað á ég að segja heima? — Segðu bara ekki neitt. — Ég verð. Mamma yrði vitlaus. — Segðu, að þú farir í ferðalag. — Hvert? — Það er sama. — Hvert þá? — Það er alveg sama. — Finndu eitthvað! — Segðu, að þú farir til skólasystur þinnar. Þið ætlið að lesa saman undir próf. Hvers vegna ertu að tala um þetta? Hvað ertu eiginlega gömul, Agnieska? — Þegar ég er með þér er ég ekki nema tuttugu og tveggja. En þú? — Hundrað. — Því segirðu það? — Hefur dagsetning í almanaki kanske eitthvað að segja? Til eru á jörðinni staðir þar sem hver dagur er eilífð. Það er ekki annað en að komast þangað. — Hvaða ár varstu handtekinn. — Fimmtíu og tvö. — Það gerist aldrei framar, heldurðu það? — Ef það yrði allt endurtekið, ef það yrði einu sinni enn mundi enginn komast lifandi frá því . .. Ég hugsaði um þig meðan ég var inni. — Inni hvar? — 1 Makotowfangelsinu. — Þú þekktir mig ekki þá. — Það er sama. Ég hugsaði um það, að slyppi ég einhvern tíma út mundi ég kynnast þér. Og nú skiljum við aldrei framar og aldrei fer ég þangað aftur. Með hverri dögun dó ég og á hverjum degi vaknaði ég aftur til iífsins. Fangelsisstjórinn sagði við okkur: „Við erum í Makotow. Og héðan farið þið ekki öðru vísi en liggjandi á bakinu“. Við nafnakallið sagði hann: ,,Við mölum ykkur eins og bolsevikarnir gera. Með skoti í hnakk- ann .. .“ Á slíkum stundum hugsaði ég um þig. — Hvernig líður honum núna? — Fangelsisstjóranum? — Já. — Það er búið að taka hann fastan. Ég las það einhvers staðar. — Ertu feginn? — Það er of seint að vera feginn. — Nú ætlarðu að hætta að hugsa um það, ha? — Ef ég hefði þig ekki mundi ég ekki hugsa um annað. En nú hugsa ég um það, að forlögin hafa gefið mér þig að launum fyrir þessa erfiðu tíma. 74 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.