Birtingur - 01.01.1959, Page 77

Birtingur - 01.01.1959, Page 77
Þig. En það er erfitt að gleyma, Agnieska, því máttu trúa. Það eru til hlutir, sem maður getur ekki með nokkru móti gleymt. Ég man eftir einu sinni ... — En nú verður þetta öðru vísi, er það ekki? — Hvers vegna stagastu alltaf á því? — Ég verð. Ég get ekki annað. — Jæja, það hlýtur að verða öðru visi. — Þegar við erum búin að eignast hús skulum við ekki hleypa neinum inn í heilt ár. Við setjum spjald á dyrnar: „Enginn heima. Erum í árs ferðalagi". — Þetta er merkilegt. — Því þá? — Einu sinni var maður með mér í fangelsinu og hann dreymdi um þetta sama. „Ef ég kemst einhvern tíma út úr þessum konfektkassa hérna, sagði hann — þá múra ég mig inni í húsinu mínu; ég sting ekki svo miklu sem nefinu út um dyrnar. Djöfullinn eigi þetta marglofaða frelsi ...“ Það er eins og þú sérð: draumarnir eru þeir sömu beggja megin við grind- urnar. — Hvernig eiga húsgögnin okkar að vera? — Stundum gátum við ekki sofnað, sagði Pietrek, og hún vissi, að hann mundi ekki hlusta á það, sem hún segði, og hún yrði að hlusta á hann þó hún þekkti hvert orð og hverja minningu. Pietrek sagði: Við hvísluð- umst á. Maður sagði hinum allt um sjálfan sig, sannleika og slúður. Ég veit ekki til hvers, því enginn hlustaði samt. Það hafði hver sína sögu í huga. Hver og einn hugsaði bara um sjálfan sig og sín einkamál, sem ekki voru ... — Talaðu ekki meir um það, sagði hún. — Hugsaðu um húsið okkar. Og son þinn? Á hann að heita Fjodor eins og Dostojevskí ... — Ég rifjaði upp fyrir mér ævisögu mína; lið fyrir lið. Ég rifjaði upp allt fólk, sem ég hafði talað við á ævinni, hvert orð, hvern dag, hverja nótt. Það gekk svo langt, að ég reyndi að rifja upp fyrir mér allar hugs- anir mínar: hvað ég hafði hugsað fyrir ári, fyrir fimm árum, fyrir tíu árum. Hvað ég hafði gert. Hvenær á ævinni hafði ég stigið þetta örlaga- ríka spor, sem ég veit ekki um sjálfur og enginn getur sagt mér neitt um? Var kanske einhver vinur minn njósnari? Kanske var einhver þeirra í leyniþjónustunni? Hverjum var það að kenna, að ég var hér? Hvernig leit hann út? Var hann ungur eða gamall? Giftur eða ógiftur? Hvar hafði ég kynnst honum? Á kránni, í skólanum, á götunni, á íþróttavell- inum? Hvenær byrjaði það? Og um hvað höfðum við þá talað? Stundum rakst ég í minningunni á einhvern, sem ég hélt að væri hann. Og ég hugsaði: Það er hann, það getur enginn annar verið en hann. Hvað hafði ég gert honum? Hvað hafði hann gert? Hvernig tókst honum að koma Birtingur 75

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.