Birtingur - 01.01.1959, Síða 77

Birtingur - 01.01.1959, Síða 77
Þig. En það er erfitt að gleyma, Agnieska, því máttu trúa. Það eru til hlutir, sem maður getur ekki með nokkru móti gleymt. Ég man eftir einu sinni ... — En nú verður þetta öðru vísi, er það ekki? — Hvers vegna stagastu alltaf á því? — Ég verð. Ég get ekki annað. — Jæja, það hlýtur að verða öðru visi. — Þegar við erum búin að eignast hús skulum við ekki hleypa neinum inn í heilt ár. Við setjum spjald á dyrnar: „Enginn heima. Erum í árs ferðalagi". — Þetta er merkilegt. — Því þá? — Einu sinni var maður með mér í fangelsinu og hann dreymdi um þetta sama. „Ef ég kemst einhvern tíma út úr þessum konfektkassa hérna, sagði hann — þá múra ég mig inni í húsinu mínu; ég sting ekki svo miklu sem nefinu út um dyrnar. Djöfullinn eigi þetta marglofaða frelsi ...“ Það er eins og þú sérð: draumarnir eru þeir sömu beggja megin við grind- urnar. — Hvernig eiga húsgögnin okkar að vera? — Stundum gátum við ekki sofnað, sagði Pietrek, og hún vissi, að hann mundi ekki hlusta á það, sem hún segði, og hún yrði að hlusta á hann þó hún þekkti hvert orð og hverja minningu. Pietrek sagði: Við hvísluð- umst á. Maður sagði hinum allt um sjálfan sig, sannleika og slúður. Ég veit ekki til hvers, því enginn hlustaði samt. Það hafði hver sína sögu í huga. Hver og einn hugsaði bara um sjálfan sig og sín einkamál, sem ekki voru ... — Talaðu ekki meir um það, sagði hún. — Hugsaðu um húsið okkar. Og son þinn? Á hann að heita Fjodor eins og Dostojevskí ... — Ég rifjaði upp fyrir mér ævisögu mína; lið fyrir lið. Ég rifjaði upp allt fólk, sem ég hafði talað við á ævinni, hvert orð, hvern dag, hverja nótt. Það gekk svo langt, að ég reyndi að rifja upp fyrir mér allar hugs- anir mínar: hvað ég hafði hugsað fyrir ári, fyrir fimm árum, fyrir tíu árum. Hvað ég hafði gert. Hvenær á ævinni hafði ég stigið þetta örlaga- ríka spor, sem ég veit ekki um sjálfur og enginn getur sagt mér neitt um? Var kanske einhver vinur minn njósnari? Kanske var einhver þeirra í leyniþjónustunni? Hverjum var það að kenna, að ég var hér? Hvernig leit hann út? Var hann ungur eða gamall? Giftur eða ógiftur? Hvar hafði ég kynnst honum? Á kránni, í skólanum, á götunni, á íþróttavell- inum? Hvenær byrjaði það? Og um hvað höfðum við þá talað? Stundum rakst ég í minningunni á einhvern, sem ég hélt að væri hann. Og ég hugsaði: Það er hann, það getur enginn annar verið en hann. Hvað hafði ég gert honum? Hvað hafði hann gert? Hvernig tókst honum að koma Birtingur 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.