Birtingur - 01.01.1966, Page 3

Birtingur - 01.01.1966, Page 3
KÁRI MARÐARSON: LJÓSVÍKINGURINN: SKÁLDSAGAN OG SKÁLDIÐ í Ljósvíkíngnum hefur Kiljan ásett sér að skrifa skáldsögu um skáld, eða réttara sagt, skáldið: „Ég var að leita að skáldi heimsins, Goethe afklæddum geheimráðinu, skáldi eins- og það kemur fyrir af skepnunni, in puris naturalibus, og fann Ólaf Kárason Ljósvíking sem heimskir útlendíngar halda að sé stað- bundinn íslenzkur heimatdichterl“ (Skálda- tími, 234). Að skrifa um skáld, þetta er verkefni sem margir rithöfundar hafa tekið sér fyrir hend- ur. Skáld eða rithöfundur er alltaf nærtæk hetja. Höfundurinn er sjálfur rithöfundur, máski líka skáld, þekkir sitt starf og getur heimfært reynslu sína á hetjuna. Skáldið sem skáldsagnahetja hefur orðið allalgengt fyrir- bæri nú á dögum og hefur aldrei notið meira gengis síðan íslendingasögur voru færðar í letur. Listamaður er ágætt dæmi um þann heimspekilega byltingarmann sem felur í sér allar andstæður og vandræði nútímans. En þó að höfundurinn hafi mjög gott innsæi í persónuleika þessarar hetju, koma sérstakar kröfur til skjalanna, þegar hann setur hana á svið í skáldsögu. Höfundurinn getur með ágætum lýst slyngum viðskiptamanni eða ruddalegum kvennabósa, og Jjað þó hann sé kannski sjálfur kaupsýsluglópur hinn mesti eða kynvillingur, því að hann kemst af með að lýsa athöfnum þeirra. En er skáldsagnahöf- undur velur skáld sem hetju, nægir ekki fyrir hann að segja að hann sé þess- eða hinskonar skáld, honum ber skylda til að sýna okkur í verki hverskonar skáld hetjan er, því báðir aðilar sýsla við samskonar efni: orð. Tökum til dæmis Niels Lyhne, eftir J. P. Jacobsen. Niels er sagður vera skáld, en lesandinn fær aldrei að vita hverskonar skáld hann er, hvar staða hans er í menningu samtímans. Mér hefur alltaf fundizt þetta galli á skáldsögunni. En það getur einnig verið heppilegra að fá ekki að vita hvað hetjan skrifar. Pað væri t. d. mjög óheppilegt að tilfæra greinina sem hetj- an hripar upp af svo miklum eldmóði í Sult Hamsuns. Sama hvað hún væri góð, hún mundi spilla fyrir hrynjandinni í þeim hama- gangi sem bókin er. En ef höfundurinn vill sýna hetjuna að verki, þá getur hann hæglega látið rithöfundinn skrifa sögu, skáldið yrkja, og tilfært verk þeirra. Þessi aðferð getur haft jákvæð listræn áhrif. Hún skapar spennu milli verka höfund- arins og höfundar-hetjunnar, annar persónu- leiki er strax kominn inn í söguna á mjög áþreifanlegan hátt. Ef hetjan á að vera lausamálshöfundur, er hætta á, að verk hans séu svo fyrirferðarmikil, að þau rýmist ekki í skáldsögunni. Það væri vandasamt fyrir rithöfund að fella heila skáld- sögu eftir hetjuna inn í sína eigin skáldsögu. BIRTINGUR 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.