Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 7
KLristilega kærleiksblómin spretta
kríng um hitt og þctta.
K.væSið er afkáralegt, og á að vera það, en hef-
ur þetta umfram fyrri kvæðin, að gallar þess
eru meir eða minna meðvitaðir frá hendi ÓI-
afs. Þessi skemmtilega tvífeldni er enn einn
áfangi á þroskaferli hans.
Síðasta kvæði 1 Ljósi heimsins (I, 175) er
þriðja kvæðið sem kemst óvart í hendur hús-
freyjunnar. Eins og kvæðið um Sigurð Breið-
fjörð, hefur það áhrif á atburðarásina.
Hve kalt og dapurt og aumlegt er
í ystu myrkrum að vona og þreya,
því allir misskilja andann hér
Og einginn skilur mig, kristna meya.
Sjá, léttur fundinn
við lokuð sundin
ég ligg hér bundinn,
ó gullhlaðsgrundin,
í grafar hyl
í grafar hyl.
Þú Konkordía íslands há og hrein,
þú himin-kvenstjarna andans frægðar,
þér fylgir sála mín úng og ein
frá efstu tindum til dýpstu lægðar.
Þín sál er ljómi,
þitt líf er sómi,
sem líkist blómi
fyrir efsta dómi
á himins hól
á himins hól.
Húsfreyjan þverneitar að hýsa hann len~ur,
„Úr því þú ætlar að fara að taka upp á að
biðja þér kvenmanna sem liggja froðufellandi
á jörðunni.“ Lesandann á eftir að ráma í þetta
lítilfjörlega biðilsbréf, því þetta er einmitt
kvenmaðurinn sem Ólafur eignast á endanum.
Er Ólafur byrjar lífið að nýju í Sviðinsvík
kemur nýr tónn í kveðskap hans. „Hann
gleymdi bæði Eddu og öðrum lærdómi frá
tímum súðarinnar og fletisins í króknum, öll-
um tilhneigíngum til að setja sig í stellíngar,
lækurinn fyrir neðan hólinn gaf honum tón-
inn.“ (II, 38.)
Hve bjart er veður,
og blómið glatt er morgundöggin seður!
Ó græna lífsins land!
Ó lífsins Grænaland, ó lands míns gróður,
leyf mér að elska þig og vera góður.
Hve margt sem gleður.
í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður.
Ó dýra lífsins land!
Birtingur
5