Birtingur - 01.01.1966, Síða 8

Birtingur - 01.01.1966, Síða 8
Ó lífsins Dýraland, ó land míns bróður, hvers lítils fugls, og draumur vorrar móður. Þetta kvæði minnir á Dalvísu Jónasar Hall- grímssonar. En höf. lætur lítið yfir því: „Þannig heldur hann áfram að yrkja leingi dags.“ Það er fyrst með sonnettunni á II, 217 að höf. vottar skáldi sínu nokkra virðingu. Hann hef- ur engin inngangsorð um kvæðið, reynir ekki að gera það að efnisatriði í atburðarásinni. Kvæðið stendur sér. Þú kysstir mína hönd í húmi um nótt, og haustsins rigníng féll á sölnað gras, — sleitulaust, þétt sem þrálátt heimsálas — og þángað eru tár vor eflaust sótt. Þín ástríða var haf sem hrærist ótt, hamstola líkt og brimsins vilta þras sem gerir þverhnípt bergið brothætt glas; svo brá þér við og spurðir: Er það Ijótt? Að morgni upphefst dagsins dapurt fjas um dauða hluti, ævi í þraut og gnótt, þú tekur aftur upp þitt stilta fas og annast þínar skyldur kalt og rótt. Samt veistu, kona, að hann sem líf þitt las var lagður beittu vopni, og grær ei skjótt. Kvæðið kemur að manni alls óvörum, án skýr- ingar, og það sýnir ekki afstöðu piltsins til annarra, heldur hina ótímabundnu afstöðu skáldsins til lífsins. Það er merkilegt hve vel Ólafur hefur notfært sér sveinsárin undir meistarahendi alþýðu- skáldanna. Hann notar aðeins tvær rímend- ingar kvæðið á enda, -as og -ótt, án þess að kveða stirt. Þessi nýja afstaða höf. gagnvart skáldskap Ólafs, þetta afskiptaleysi, gefur til kynna að nú sé byrjað að fjalla um skáldið, ekki pilt- inn. Þessi Ljósvíkíngur er byrjaður að vaxa. Nú er það hann sem kemur út á mitt svið og fer að yrkja. Höf. er ekki að láta hann yrkja, hann tilfærir ekki kvæði og brot eftir Ólaf af einskærri náð, heldur hefur Ólafur gripið pennann og farið að skrifa sína eigin sögu. Þetta er fyrsta kvæði sem hefur almennt gildi, fyrir utan samhengi sitt í sögunni. Næsta kvæði (II, 282) er einnig tilfært af- skiptalaust af hálfu höf. Skáldið hefur gripið í taumana. Hann skrifar meira að segja heilan kafla. Þetta kvæði er hinsvegar vart skiljan- legt án samhengis. En það sýnir nýja hlið á skáldgáfu Ólafs — hann getur verið kíminn, hann getur meira að segja verið kíminn um mjög sorglegan atburð. Er hann yrkir kvæðið, 6 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.