Birtingur - 01.01.1966, Síða 11

Birtingur - 01.01.1966, Síða 11
en mér finnst ekki hægt að vefengja að þetta sé túlkun Kiljans á málinu. Komi það ekki nógu skýrt fram í Ljósvíkíngnum, þarf bara að líta á bækur og æviferil hans í heild. í Húsi skáldsins fer þetta mat á skáldinu að koma æ skýrar í ljós. Fyrst er það kvæðið á III, 19 þar sem skáldið kvíðir fyrir að þurfa að velja, velja eftir siðferðilegum mæli- kvarða; síðan kemur kvæðið á III, 109, þar sem Ólafur fær að nota sinn eigin fagurfræði- lega mælikvarða. Síðasta kvæði bókarinnar (111,199) er ástarkvæði til Jórunnar. Hér er það ástin sem er uppistaðan, en stúlkan hefur óvart orðið hluti af stærra listaverki, í leit skáldsins að Fegurðinni. Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve leingi eg beið þín það er vorhret á glugga napur vindur sem hvín en ég veit eina stjörnu eina stjörnu sem skín og nú loks ertu komin þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar það er atvinnuþref ég hef ekkert að bjóða ekki ögn sem ég gef nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól það er maísólin hans það er maísólin okkar okkar einíngarbands fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Þetta er einnig einasta kvæðið þar sem fram kemur jákvæð afstaða til baráttunnar, en póli- tíkin er næsta þokukennd, hefur ekki víðari þýðingu en maísólin. Þessi þrjú kvæði fela í sér þróunina í Húsi skáldsins. Skáldið virðist um tíma hafa tekið þátt í lífinu sem venjuleg- ur maður, en þegar öllu er á botninn hvolft, var svo ekki. Það listaverk, það leikrit sem líf- ið er, tekur aftur forustuna. Þegar Ljósvíkíng- urinn tekur Jarþrúði til sín aftur, er eins og hann hafi vaknað á ný til síns hlutverks. Fegurð himinsins rekur feril skáldsins burt frá hinum raunverulega heimi, þar sem sið- ferðið hefur sín ítök, og inn í þann heim þar sem fegurðin ríkir ein, þar sem allir þættir lífsins eru aðeins tákn í fagurfræðilegri heild. IiIRTINGUR 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.