Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 17
SVÖRT MESSA
Skáldsagsi eftir Jóhannes Helga. Útg. Helgafell.
Jóhannes Helgi hefur með svartri messu hugs-
að sér að láta íslenzkt þjóðfélagsástand, einsog
það er nú á dögum, kristallast í lífi fólks á
eyju einni, Lyngey, þar sem útlendingar (sama
Sön Bandaríkjamenn) hafa herstöð, en fólkið
af sjávarútvegi og hefur kannski nokkrar
shjátur og hænsni einsog tíðkast enn í íslenzk-
um sjávarþorpum. Þarna lætur höfundur enn
fremur vera gistihús, en í því húsi hefur að-
setur sitt aðalgerandi sögunnar, Murtur skáld,
°g í það hús stefnir höfundur þeim fulltrúum
spillingarinnar í þjóðlífinu sem skáldið á að
a£hjúpa og húðfletta. Þangað kemur fegurðar-
dísin Gunnhildur sem hefur selt erlendu
kvikmyndafélagi fegurð sína, og þangað koma
úíðamenn þjóðarinnar sem skáldið lætur þjóð-
ma sækja til sakar og dæma — í draumi — það
er svarta messan. Úr gistihúsinu horfir Murt-
ur skáld í sjónauka yfir eyna, á radarstöð hers-
tns, á grasið og á fjöruna, sem verður aðal-
v'ettvangur hans til gönguferða, þar sem gervi-
fegasta stúlka eyjarinnar, Úlfhildur Björk, er
vön að ganga til vinnu sinnar í frystihúsinu,
en hún verður skáldinu ímynd þess sem varð-
veitzt hefur lireint og heilbrigt í þjóðinni.
Andstæða hennar er á næsta leiti þar á eynni,
Utlend herstöð með þeirri spillingu fyrir
landslýð sem af henni leiðir. Og sýslumaður
á eynni. Hann situr makráður í hægindi
sínu og horfir á hersjónvarp, en tekur fálega
málaleitunum séra Bernharðs sem vill gera
gangskör að því að koma í veg fyrir svallsam-
komur unglingstelpna eyjarinnar með her-
mönnunum í herstöðinni.
Murtur er skáldið sem á að skyggna þjóðfé-
lagsástandið, og þegar höfundur hefur leitt
ráðamenn þjóðarinnar til eyjarinnar, veit
skáldið allt um þá og þarf ekki að gægjast inn
í herbergi þeirra í gistihúsinu til að geta lýst
því nákvæmlega hvað hver þeirra er að gera
og hugsa þar inni. Doktorinn er þeirra æðstur
og mestur fyrir sér, ímynd valdsins. Á hann
mæna lítilsigldar undirtyllur einsog Stúfur
þingmaður og Sláni ritstjóri.
Svört messa er löng saga, en ekki langt lista-
verk. Það er ánægjulegt að lesa fyrstu kafla
bókarinnar, fyrstu 150 síðurnar og jafnvel
nokkru lengra, því margt er þar frábærlega
vel gert og höfundur heldur öllu í föstum
skorðum, engir agnúar svo sterkir að þeir
raski heildarsvipnum og rýri skáldskapinn. En
bókin er ekki hálfnuð, og þær síður sem eftir
eru, veita ekki sömu ánægjuna. Raunar er enn
að finna á þeim síðum sum áhrifamestu atriði
bókarinnar, atriði sem gerð eru af miklu list-
fengi, — för séra Bernharðs til sýslumannsins
og { herstöðina, lýsingin á Nönu, telpunni sem
verður þunguð af völdum hermanns — en
BlRTINGUR
15