Birtingur - 01.01.1966, Page 19

Birtingur - 01.01.1966, Page 19
a& síður prentaðar smáu letri og í stóru broti. ^eztu höfundar heimsins skipta verkum sín- Um í bindi, ef þau þurfa að vera af þessari lengd eða svipaðri, og gefa þá út eitt bindi á tiri. þykjast ekki hafa báglega að unnið, ef Þeir hafa skrifað tvö hundruð síður í meðal- broti. Ef til vill hefði Svört messa orðið heil- steypt listaverk, ef höfundurinn hefði unnið að henni í tvö til þrjú ár, en hann mun hafa skrifað hana á einu ári eða einu og hálfu ári. Með það í huga gegnir sannast sagt furðu að honum skuli hafa tekizt að gera þetta viða- nukla verk áhrifamikið, þrátt fyrir þá gífur- le§u galla sem á því eru. Lýsing höfundarins á sambandi séra Bernharðs og læknisins er góður skáldskapur og sú ádeila sem felst í þungum sporum Nönu til prestsins og síðan til læknisins er sterkari en svo að hún hverfi um leið og bókinni er lokað, hversu gramur sem lesandi kann að vera orðinn höfundi fyrir barnaskap og gauragang svörtu messunnar. Séra Bernharð er eflaust bezt gerða persóna sögunnar og með því að leiða hann til sýslu- mannsins verður sekt sýslumannsins gagnvart þjóðinni, gagnvart telpunni Nönu, augljós, hann stendur berstrípaður — og til þessa þurfti engan gauragang. Það sýnir ef til vill betur en nokkurt annað dæmi hvernig sönn list verður til. Prentvillur og málvillur eru á víð og dreif um alla bókina. Það er til dæmis fremur óskemmtilegt að orðið hönd, sem aftur og aft- ur kemur fyrir í sögunni svo sem vænta má, er ekki nema stundum rétt beygt og engu líkara en tilviljun ein ráði hvernig farið er með það. Hefði prófarkalesari að minnsta kosti átt að geta komið þessu atriði í rétt horf, ef prófarkir hafa yfirleitt verið lesnar af bók- inni. Gunnar S. Magnússon hefur teiknað hlífðar- kápu og gert það af vandvirkni, þótt mér finnist að honum hafi mistekizt stafagerðin á sjálfu bókarheitinu, en oddhvöss lögun þeirra mun eiga að vera einskonar tákn um það sem bókin hefur að geyma. Jón Óskar birtingur 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.