Birtingur - 01.01.1966, Síða 25

Birtingur - 01.01.1966, Síða 25
THOR VILHJÁLMSSON: BERTOLT BRECHT I Aldrei hefur þýzk menning átt ömurlegra skeið í landi sínu heldur en þann tíma er Brecht semur helztu verk sín útlægur. IJjóð hans marséraði undir hinu svívirðilega mann- hatursteikni nazismans. Skáld Þýzkalands og fremstu andar þess hröktust til framandi landa og það mátti virðast svo sem þýzkar bókmenntir væru um sinn úr sögunni. Hið fólska öskur nazismans dundi á eyrum heims- ins sem rödd Þýzkalands og yfirgnæfði allt annað í nafni þess. En þýzku höfundarnir og skáldin sem héldu áfram að semja verk sín á tungu Goethe og Rilke, nú bjarga þau menningarheiðri Þýzka- lands á þessu skeiði Joví það kemur á daginn þegar rottum lokræsanna hefur loksins verið skilað hæfilegri næringu í Mein Kampf og Der Stúrmer og boðskap Rosenbergs um kyn- þáttaofbeldið, — þá víkur fnykurinn og ilmur vaknar af engi og ljóðmál laufskóganna grein- ist þegar öskrið er sprungið, en bækurnar sem hinir hálfgleymdu bókmenntafrömuðir settu saman í útlegð sviftir lesendum sínum og að- eins stundum á vitorði fárra úrvalsmanna meðal erlendra starfsbræðra og nokkurra landa þeirra sem voru líka á flótta, þessar bækur standa nú með afreksverkum evrópskr- ar menningar. Á síðustu árum hefur orðið Ijóst að það eru einmitt menn einsog Her- man Broch og Robert Musil, Brecht, Feucht- wanger, Stefan Zweig, Freud, Thomas Mann, Heinrich bróðir hans, þessir menn eru með- al ágætustu vitna tímans, túlkarar manneskj- unnar og friðþægjendur þjóðar sinnar í fári glæpaverkanna. Bertolt Brecht varð að flýja Þýzkaland 1933 þegar nazisminn náði völdum og flæktist í útlegðinni land úr landi, varð oft að flýja með skömmum fyrirvara og eignaðist ekki varanlegt griðland unz hann settist að í Aust- ur-Berlín árið 1948 og dvaldist þar þangað til hann lézt 1956. En á þrotlausum hrakn- ingi skapar þessi maður sérkennilegasta leik- listarskóla aldarinnar og skilur eftir arf sem varðar alla sem hugsa um leiklist og bók- menntir í dag. Verk hans vekja spurningar sem enginn kemst hjá að reyna að svara fyrir sig. Bertolt Brecht fæddist árið 1898 í Augsborg í Suður-Þýzkalandi þar sem blandast bæ- heimskt og svabneskt þjóðlíf og manneskjurn- ar eru léttari og ódrundhjassalegri heldur en í Norður-Þýzkalandi, mennskari og fúsari að njóta þess að vera til. í Augsborg var stönd- ugur borgaraskapur sem stóð á gömlum merg og fann notalega til sín í skugga blómlegrar fortíðar. Þessir borgarar þóttust eiga ramm- byggilegan hugmyndaheim þar sem þrengsl- in voru við vöxt þeirra einstaklinga sem þetta birtingur 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.