Birtingur - 01.01.1966, Síða 26

Birtingur - 01.01.1966, Síða 26
farsæla fólk gat hdzt af sér. Og þá ríkti kyrrð og öryggi óumbreytanleikans sem þesskonar fólk fékk að halda fram að fyrri heimsstyrjöld, fólk sem undi við arfteknar hugmyndir hinna góðu vindla sunnudaganna og kírsuberja- líkjör á tyllidögum, lítinn garð, bjórkollu á krá sinni og hlaut upplyftingu á skrítludálk- um blaðanna, bjó í virki stéttar sinnar án þess að skeyta um þótt skorti brauð við ann- að borð en manns eigið og þeirra sem manni voru næstir. Brecht segir í ljóði síðar sem lauslega mætti þýða á þessa leið: Ég ólst upp sonur efnafólks. Foreldrar mínir settu á mig kraga og vöndu mig við að manni sé þjónað og fræddu mig í listinni að skipa fyrir. En þegar ég varð fullorðinn og fór að líta kringum mig féll mér ekki við stéttarbræður mína né við að skipa fyrir og ekki heldur að láta þjóna mér og ég yfirgaf stétt mína og lagði lag mitt við hinar lægri stéttir. Faðir Brechts var ötull pappírsverksmiðju- forstjóri og uppeldi sveinsins átti að vera samkvæmt hinum gullnu töflum borgaralegr- ar farsældar. En hann lét ekki að stjórn og reyndist baldinn í skóla og skelfdi kennar- ana llieð frísklegri og vægðarlausri gagnrýní á þær viðteknu hugmyndir sem kennararnir höfðu kaup fyrir að troða upp á ungviðið. Eitt sinn lá við að liann yrði rekinn úr skóla fyrir að svívirða það sem var kallað heilagt. Það var á fyrsta ári heimssyrjaldarinnar fyrri þegar gunnreif þjóð ætlaði að vaða yfir all- an heiminn og gera önnur lönd að nýlendum keisarans og des vaterlandes. Þá var ungling- um ætlað að öðlast hlutdeild í hrifningunni og búa sig undir verklegar framkvæmdir á víg- völlunum með því að skrifa ritgerð um efnið: Ó hve ljúft og sælt að deyja fyrir föðurland- ið. Brecht skrifaði á þessa leið: Sú yfirlýsing að það sé ljúft og sælt að deyja fyrir föður- landið, hún verður nú aðeins metin sem áróður í ákveðnu augnamiði. Alltaf er þung- bært að skiljast við lífið, hvort sem er í rúmi sínu cða á vígvelli, þyngst verður það þó ungum mönnum í blóma lífsins. Það eru að- eins holhöfðar sem ganga svo langt að tala um að vippa sér léttilega gegnum hinar dimmu dyr, og það gera þeir Iíka aðeins, þeg- ar þeir halda að þeir séu sjálfir víðsfjarri sinni hinztu stund. Þetta olli ógurlegu uppnámi þegar manngild- ið var metið eftir því hversu fúsir menn væru til að vippa sér inn í hina sameiginlegu brjál- semi og taka á sig hlutverk skotmarksins í 24 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.