Birtingur - 01.01.1966, Page 27

Birtingur - 01.01.1966, Page 27
glóruleysi hetjuskaparagítasjónarinnar. Og llinir ungu menn áttu sjálfir í vændum a& vera skikkaðir til þess að kanna sætleikann í því að deyja fyrir föðurlandið á næstu ár- um. Það lá við að Brecht yrði rekinn úr skól- anum en einn kennarinn forðaði því með því að benda á að hér væri aðeins um ringlaðan námsheila að ræða. Og þeir vísu feður björg- uðu sjálfum sér og Brecht á því vottorði. En alla ævi sína var Brecht í andstöðu við upp- diktaða hetjuskapartilburði og barðist á móti þeirri félagslegu sefjun sem brýtur niður gagnrýnina og ölvar hópana, og það held ég að nákvæm rannsókn á verkum hans sanni betur en í fljótu bragði virðist þegar litið er á síðustu ár hans. Snemma kom í ljós mannþekking Brechts og hvað honum var lagið að koma vilja sínum fram. Og hann hneigðist mikið til að fara öfugt að við alla aðra, taka upp þann sem sízt var búizt við. Brecht var ekki sterkur í frönsku á skólaárunum og einn bekkjarfélagi hans var linur í latínu, báðir voru í fallhættu af þessum sökum. Félagi Brechts tók upp á því að skafa út villur og leiðréttingar í stíln- um sínum, og fór til kennarans og spurði hverju sætti að hann fengi ekki meira fyrir stílinn. Kennarinn sá strax hvað strákur hafði gert og refsaði honum. Brecht bætti sjálfur vtð athugasemdum og leiðréttingum í stíl sinn með rithönd kennarans og gaf sig fram og bað um skýringar, hann gæti ekki séð hvað væri vitlaust í þessu, mætti hann spyrja? Kennaranum brá og varð að fallast á að það hefði verið of mikið strikað í stílinn og flýtti sér að hækka einkunnina svo málið færi ekki lengra. Árið fyrir styrjaldarlokin lét Brecht innritast í háskólann í Miinchen og byrjaði að leggja stund á læknisfræði. En hann var brátt kall- aður til herþjónustu og vann á spítala í Augs- burg við að hjúkra særðum úr stríðinu og ör- kumlamönnum. Aldrei gleymdi hann því sem þá bar fyrir hann og hataði ævinlega styrjald- ir, barðist á móti viðurstyggð hermennskunn- ar og skopaðist að hetjuskaparlýginni. Og sagan segir að hann hafi espað sátana á knæpu í Miinchen með því að syngja ljóð sem hann orti um það leyti: Helgisögnin um dauða her- manninn; þar sem segir frá því þegar keisar- inn lætur grafa upp hina föllnu til þess að þeir geti öðru sinni hlotið þann heiður að deyja hetjudauða fyrir keisarann. Hann mátti forða sér undan bjórkollum sem uppgjafaher- mennirnir í kránni þeyttu að honum sam- kvæmt þeirri hefð að spámaðurinn er stund- um harðast leikinn af þeim sem eiga samúð hans, þeim sem hann berst fyrir. Kornungur var Brecht farinn að yrkja, birti ljóð með góðum árangri 16 ára gamall og gekk Birtingur 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.