Birtingur - 01.01.1966, Side 30

Birtingur - 01.01.1966, Side 30
hoganníborgar sem var líka napurt skop og spé um borgaralegt samfélag, hræsni og spillingu, yfir því svifaði anarkískur andi. En nú fer Brecht æ meir að grúfa sig yfir marx- ísk fræði, og á næstu árum samdi hann nokk- ur stutt leikrit til kennslu og leiðsagnar í þjóðfélagsfræðum og boða Marxisma: Lehr- Stiicke, en þar vill hinn marxíski boðberi verða listamanninum yfirsterkari, — það var aðeins um sinn því skáldið færðist aftur í aukana, og náði að láta þessa tvo þætti í sér magna hvor annan og efla, og bar ávöxt í leik- ritum einsog Heilagri Jóhönnu sláturhús- anna. Daginn eftir Ríkisdagsbrunann í Berlín flýði Brecht með fjölskyldu og vinum um Prag og Vín til Ziirich. f París var sýndur ballettinn Sjö Dauðasyndir, Sieben Todesiinden, eftir Brecht og tónskáldið Weill og ballettmeist- arann Balanchine: Lotte Lenya kona Kurts Weill var í aSalhlutverkinu, söng Önnu. Anna er í einu tvær konur og ein tvö hlut- verk. Anna I, Anna II. Auk þess kór. Dauða- syndirnar sjö eru framdar gegn þjóðfélagi þar sem allt er metið til verðs, gert að söluvöru. Önnur Annan er sú borgaralega skynsemi sem hugsar um að selja, hin fellur fyrir freist- ingum tilfinninganna, er mannleg. Lengst bjó Brecht í Danmörku meðan hann var í útlegðinni, þar fékk hann frið til að skrifa á bóndabýli á Sjálandi. Þar samdi hann sum frægustu verk sín á árunum 1933 —38, þarámeðal: Mutter Courage og Das leben Galilei, um hinn mikla brautryðj- anda vísindalegrar hugsunar; ennfremur Der gute Mensch von Sezuan, ítem merki- lega ritgerð um rímlausan kveðskap og hljóð- fallsfyrirbæri í honum. Danskir nazistar kröfðust þess að Brecht væri rekinn úr landi, en tókst ekki að hrekja hann burt fyrr en Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörku, þá flýr hann til Svíþjóðar og síð- ar til Finnlands, semur þar Herr Puntila und sein knecht Matti, blandar saman sagnadönsum og frásögnum og revíuþáttum í þessari skemmtilegu sögu af sambandi herr- ans og þjónsins, landeigandinn Puntilla er bezti kall þegar það stendur svo vel á að hann er drukkinn, meinhorn og fulltrúi stéttar sinnar kúgaranna allsgáður; tónlist samdi Paul Dessau við þetta verk en hann samdi líka tónlistina við Mutter Courage. Enn varð Brecht að flýja til Sovétríkjanna undan nazistum en undi ekki í Moskvu, enda stóð þá hæst ófrjálsræði listamanna undir eft- irliti listböðulsins Zdanoffs, og tortryggni vaknaði við hvert fótmál, og loftið var þrung- ið öryggisleysi fyrir einstaklingana sem gátu horfið þá minnst varði, ákærðir fyrir furðu- i 28 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.