Birtingur - 01.01.1966, Side 33

Birtingur - 01.01.1966, Side 33
áþreifanlegri, sannari. Færa hana nær okkur. Þarna verður lítiö atvik svo geysihnitmiðað sem lirecht hefur þaulhugsað og skapar tví- bendingu sem orkar óhemjulega sterkt til að draga fram ofurþunga áfallsins sem konan hefur orðið fyrir. Með andstæðunni. Og þannig eru leikrit Brechts full af því sem l flaustri mætti sýnast umdeilanleg þversögn en er nákvæmlega útmælt til að sýna þann heim sem hver manneskja er í sjálfri sér. Brecht mun hafa byrjað að semja Mutter Courage 1938 þegar Hitler var að búa sig undir heimsyfirráðastyrjöld, þá skrifar Brecht leikritið um kerlinguna sem ferðast í 30 ára stríðinu í kjölfar herjanna til að selja varn- ing sinn og græða á stríðinu, og hún lærir ekkert á reynslunni. En Brecht sagðist vona að með því að sýna þessa konu, hvernig hún lærði ekkert á reynsl- unni myndu áhorfendur læra. Öllu tapar hún á stríðinu því hún heldur að stríðið sé bara hisness, tækifæri til að græða, liún týnir börnum sínum jarem, tveim sonum og einni dóttur, — þó heldur hún áfram að reyna að græða á stríðinu. Einu sinni skellur á friður °g allt virðist glatað en það stendur ekki lengi og aftur kemur blessað stríðið, sem nær- ir sitt fólk. Og stríðið heldur áfram með sínum meining- arlausu sigrum og ósigrum og þýðingarmik- illi mannlegri þjáningu og böli og andstyggð, eyðileggingin vex með æðsilegum þunga. En á llinni skömmu stund friðarins hafði sonur hennar annar Eilífur að nafni verið tekinn af lífi fyrir hervirki sín sem hann hafði verið að raupa vegna þess að hann vissi ekki að kominn væri friður, eina stundina eru það prísaðar hetjudáðir en aðra glæpur. Og kerl- ingin syngur lofgjörð um stríðið einmitt á þeirri stundu, sem hinn sonurinn hennar, Sveitzerostur, er fallinn og fréttin er á leiðinni til hennar. Og er dæmi um öfluga tækni Brechts í að magna áhrif með því að tefla saman andstæðum, dýpka ógæfuna með skop- legri andstæðu þess harmlega. Á einni stund þessa leiks verður Mutter Cou- rage að afneita syni sínum dauðum; þegar hermenn sýna henni lík hans verður hún að látast ekki bera kennsl á hann. Þessum syni gat hún ekki bjargað, og látnum verður hún að afneita honum til þess að halda því sem hún á eftir. Hún kastar sér ekki yfir líkið eins- og hin afdráttarlausa rómantíska hetja væri skyldug til að gera heldur leikur hún leik- inn fyrir hermönnunum, og Brecht ætlast til þess að leikkonan sýni hermönnunum sann- færandi leik um leið og hún miðlar okkur hugboði um hyldjúpa angistina í móðursál- inni. Sérstaklega er leikur eiginkonu Brechts Helen BIRTINgur 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.