Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 37
anna og mannkynsins geti einhverntíma orðið svo djúp gjá að sigurhrópi vísindamannanna út af nýjum árangri verði svarað með allsherj- ar skelfingarópi. Þarna hefur Brecht séð fyrir það sem hefur komið á daginn í sambandi við atómvísindin og ógnun þeirra við allt mann- legt líf. En þegar Brecht skrifaði leikritið fyrir stríð hafði spurzt að þýzkir eðlisfræð- ingar hefðu klofið úraníumkjarnann. Róm hefur leyft mér að njóta sívaxandi álits vegna þess að ég hef þagað, segir Galilei. Hann segir líka: Sá sem þekkir sannleikann og kallar hann lýgi — hann er glæpamaSur. Enn öSru sinni segir hann: ég verð að endur- taka allt sem ég veit — einsog elskhugi, eins og drykkjumaður, einsog svikari. Og þó af- neitar hann sínum kenningum og þegir. Sann- leikurinn sigrar aðeins ef við sigrum, segir Galilei enn: hann er sigur viturra manna. Og loks segir hann: ég álít það sé ekki okkar vísindamanna að spyrja hvað sannleikurinn kunni að hafa í för með sér, — segir hann rétt einsog við getum ímyndað okkur að ein- hver stórmeistari atómvísindanna segi við sjálfan sig og samverkamenn til þess að kosta hugann að herða í sínu donti. Hér mætti skjóta því fram sem Brecht sagði í annan tíma um Karþagóborg að hún hefði háð þrjár styrjaldir, eftir hina fyrstu var hún ennþá voldug, enn var hún byggileg eftir aðra. Hún var ekki til eftir þá þriðju. Galileo Galilei er ásamt Mutter Courage frægasta hlutverkið í leikritum Brechts og keppikefli stórleikara heimsins að fá að túlka það. Sérstaklega eru annálaðar túlkanir Charles Laughtons og Ernst Busch eins helzta samstarfsmanns Brechts í Berliner Ensemble, hvor með sínum hætti, hvorttveggja mótað í náinni og frjórri samvinnu við höfundinn sjálfan. Þegar Brecht var í Hollywood varð vinfengi mikið með honum og hinum snjalla leikara Charles Laughton og hann hefur lýst sambandi þeirra, á einum stað segir hann frá því að Laughton hafi búið sig undir það með hálfsmánaðarvinnu að lesa upp úr Shake- speare fyrir sig og aðra vini eitt kvöld heima hjá sér. Brecht margsegir að leikarinn eigi ekki að vera persónan sem hann leikur heldur sýna hana. Leiksefjunin er í verkum hans marg- rofin með ýmsum hætti. Oft víkur leikarinn sér út úr hlutverkinu og talar beint til áhorf- enda. Víða notar Brecht kór eða þul einsog hellensku leikritaskáldin til þess að koma einu og öðru á framfæri. Stundum er varpað myndum og textum á tjald til að tengja leik- inn við söguna þaðan sem hann er sprottinn og má nefna leikritið um Uppgang Arturo Ui sem mátti korna í veg fyrir eins og það birtingur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.