Birtingur - 01.01.1966, Page 50

Birtingur - 01.01.1966, Page 50
BORGARLÍF Skáldsaga eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Útg. Helgafell. Þetta er saga um spillingu og lífslygi í ís- lenzku þjóðfélagi. Ungur maður gerist blaða- maður við afturhaldsblað og kemst von bráð- ar á snoðir um hvernig blaðamennskunni er háttað: blaðið er áróðursmiðill fyrir viðbjóðs- lega stjórnmálaspillingu og undir það verður blaðamaðurinn að beygja sig, hann verður að ljúga í samræmi við vilja flokks þess er stend- ur að blaðinu, honum líðst ekki að skrifa greinar gegn kjarnorkuvopnum, honum dug- ar ekki að skrifa gegn herstöðvum á íslandi eða hermannasjónvarpi, hann má ekki einu sinni minnast á hermenn hér á landi nema af stakri varfærni, því annars gæti hann átt það á hættu að móðga ákveðið sendiráð, og fyrir slíka ósvinnu yrði hann að biðjast afsök- unar eða missa stöðu sína að öðrum kosti. Ungi maðurinn finnur ekki annað í skrifstof- um blaðsins en lifandi lík, menn sem vinna fyrir dauðann, allar tilfinningar eru falskar, lífslygin allsráðandi. Heizta undantekning er blaðamaðurinn Baldur sem leitar trausts í brennivíni. Spillingin, lífslygin, kynóradans- inn heldur áfram utan blaðsins, þegar ungi maðurinn, sem er nefndur skáld, fer á fyllirí eftir að hann hefur fengið vitneskju um að grein sem hann hefur skrifað um fóstureyð- ingarmál fæst ekki birt í blaðinu, þrátt fyrir áður gefin loforð um birtingu. Saga þessi er ekki skrifuð af því listfengi sem gerir sögu að miklu skáldverki. Framan af er hún einkar leiðinleg aflestrar, sver sig í ætt við verk byrjanda, stíllinn á að vera stíll, en er einhver misskilningur á því hvað stíll er, einskonar uppsuða úr stíl annarra ásamt blaðamennskukeim sem ekki er til bóta, nema síður sé. Þó eru í sögunni góðir sprettir sem gefa henni skáldskapargildi, til dæmis þáttur aðalritstjórans, partíið sem Alexander aðalrit- stjóri heldur heima hjá sér fyrir starfsfólk blaðsins (þegar hann er að láta af ritstjórn- inni). Þar finnst mér höfundi takast vel að mörgu leyti, samtölin verða trúverðugri og gædd meira lífi en víða annarsstaðar í sög- unni, gerast jafnvel einsog hlaðin einhverju sem lesandinn finnur að skiptir máli, og höf- undi tekst að bregða upp sterkri mynd af að- alritstjóranum. Það er svipmynd, en getur einsog sumar góðar svipmyndir orðið flestum öðrum lífseigari. Annars eru pcrsónur sögunn- ar fremur óskýrar, nema helzt aðalsöguhetjan, Logi blaðamaður — og skáld, en hann er greinilega fulltrúi höfundarins í sögunni, túlkar efalaust skoðanir hans. Og þegar þess er gætt, að Ingimar Erlendur var um tíma blaðamaður hjá Morgunblaðinu, þá sýnist liggja nokkurn veginn í augum uppi, að hann hafi viljað með þessari sögu gera uppreikning- 48 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.