Birtingur - 01.01.1966, Page 51

Birtingur - 01.01.1966, Page 51
ana við samvizku sína eftir blaðamennskuna hjá svartasta afturhaldsblaði íslands. Menn, sem hljóta að telja sér málið skylt, hafa vegið að höfundinum fyrir að gera lifandi samtíðarmenn að fyrirmyndum í bók sinni. Það er nú svo að enginn maður, ekki einu sinni forsetinn, getur komizt hjá því að verða fyrirmynd að sögupersónu, ef einhverjum rit- höfundi býður svo við að horfa. En ég skil ekki hversvegna þessir menn eru að kveinka sér og hrína eins og rassskellt börn. Það kann að vera að hann gefi þeim ekki engilbjartar ásjónur, en þegar á það er litið hve óvægilega hann fer með sjálfan sig, því enginn getur verið fyrirmyndin að Loga blaðamanni nema hann sjálfur, þá þurfa þessir menn sízt að kvarta. Logi blaðamaður er aðalsöguhetjan, en hann er engin fyrirmynd og engin hetja, heldur sannkallaður aumingi, mannlegt rekald. Hann gerist blaðamaður hjá blaði sem er ákveðinn málsvari þess sem hann hatar og fyrirlítur (kjarnorkusprengju, herbækistöðva o. s. frv.), hann sættir sig við að greinum hans sé um- turnað og þær prentaðar undir hans nafni, ef þeim er þá ekki hreinlega fleygt í hann aftur, og hann gengur jafnvel svo langt í þjónustu sinni við húsbændurna að láta þá hafa atkvæði sitt í kosningum og vinna þann- ig gegn samvizku sinni, gegn sjálfum sér. En það er nú það, að samvizkan lætur hann aldrei í friði, og um það fjallar þessi saga. Hún gæti heitið Saga um samvizku. Lesandinn hlýtur að bíða eftir því alla söguna að samvizkan hrífi Loga blaðamann út úr þeirri spillingu sem hann er sífellt að áfellast, en tekur sjálfur þátt í. Það tekst þó ekki fyrr en í síðasta kafla sögunnar, — því ég býst við að það eigi að skilja þann kafla á þá leið — en það er galli á sögunni hve sá kafli er mikil vandræðasmíð. Það er einsog höfundur liafi verið kominn í tímaþröng og flýtt sér að botna söguna. Það er ekki lítil vinna að skrifa skáldsögu upp á 350 síður í stóru broti, og hygg ég að hér gildi sama og um höfund Svartrar messu, að höf- undur Borgarlífs hefði þurft mun lengri tíma til að semja sögu sína. Það er engin furða þótt þeir, sem skrifa skáldsögu í fyrsta sinn, kunni ekki að setja henni takmörk í upphafi. Saga Ingimars hefði ef til vill mátt vera mun styttri. En það þarf líka tíma til að stytta sögu, því það er sama og að skrifa hana upp aftur. En þótt margt megi að Borgarlífi finna, ber að fagna því að höfundur skuli, ásamt Jóhannesi Helga og Jóni frá Pálmholti, hafa lagt til at- lögu við samtíð sína. Það er ekkert áhlaupa- verk. Og þegar þess er gætt að höfundarnir eru gersamlega óreyndir í skáldsagnagerð, hlýtur árangur þeirra að teljast góður, að birtingur 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.