Birtingur - 01.01.1966, Page 60

Birtingur - 01.01.1966, Page 60
EUGENIO BARBA: SEIÐLEIKHÚSIÐ í OPOLE Leikhús sera er ætlað til að glæða sameiginlega innri reynslu, verður að leita uppsprettu sinnar, umbreytast í sameiginlega viðhöfn með líkamlegu og beinu sambandi leikara og leikhúsgesta. Þar á ekkert djúp að vera staðfest milli þess, sem leikur hið næðisama hlutverk áhorfand- ans og hins, sem ræðst til athafna. Tvískipting húsrýmis í svið og sal með skipan viðstaddra sem leikara og áhorfenda á þar ekki við. E£ leikararnir annars vegar starfa líkt og töfra- menn, er framkvæma sameiginlega athöfn, sem ætlað er að kalla fram árekstur milli þess, sem áhorfandanum vitrast beinlínis og hins, sem kalla mætti „andlega föðurleifð" hans — þessa samansafns af goðsögnum, táknum og hugmyndum, sem halda velli og ríkja í hugar- heimi nútímamanna — verða áhorfendur hins vegar að taka þátt í framvindu leiksins, ekki með því að ganga sjálfir til leiks eftir því sem hverjum er blásið í brjóst, heldur með full- vissu sinni um að vera seldir undir ákveðna sök. Leiksýningin er ekki framar heimur útaf fyrir sig, heimur í afmörkuðum ramma sviðs- ins, skilin frá áhorfendum; hún skapar nýjan heim með hjálp áhorfenda. Þar af leiðir kröf- una um eingildan vettvang, einfaldan afmark- aðan ramma, þar sem þátttakendur, er sam- kvæmt hlutverkum sínum skiptast í tvo hópa: leikara og áhorfendur, koma saman. Þetta lokaða svæði, þar sem allir viðstaddir taka þátt í atburðarásinni, er bæði áhorfenda- salur og leiksvið. Þar er ekki framar neitt mið- bik, er hinar sviðrænu athafnir hníga að. Þar er ekki framar um skreytingar að ræða, jafnvel ekki reglubundna niðurröðun áhorfenda, að- eins skipulagðan arkítektúr: misháa palla, bása og svæði fyrir áhorfendur, færanleg eftir því sem bezt hentar hverju sinni. Leikararnir dreifa sér meðal áhorfenda, sem virða þá fyrir sér og jafnframt virða þeir fyrir sér aðra áhorfendur. Leikararnir eru á ferli meðal leikhúsgesta, taka sér sæti, troða sér inn á þá frá öllum hliðum og minna áhorfendur á, að þeir séu ekki hlutlaus vitni, heldur þátt- takendur í sameiginlegri athöfn. Þannig verða áhorfendur í leiknum „Kor- dian“ # sjúklingar, aðkomumenn sem gangast undir nákvæma læknisskoðun, og þótt komnir séu með jafnfögrum ásetningi og höfuðper- sónan, er farið með þá sem geðsjúka. í „Akrópólis * ** eru þeir lifandi, gagnstætt við leikarana, þá dauðu. Ekkert samband er hugsanlegt þeirra milli því gagnvart leikur- unum eru þeir ekki til; þeir eru að engu * Kordian (1833) höf.: Julius Slowacki. •* Akropolis (1904) höf.: Stanislaw Wyspianski. 58 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.