Birtingur - 01.01.1966, Síða 69
búa leikararnir til kerfi úr rörbútum — leggja
það meðal áhorfenda á meðan sýningin £er
fram, og hafa þannig full sviðræn not þ essara
meðfærilegu tækja, sem opna veg nýrra áhrifa,
gjörsamlega frábrugðin hjálpartækjum hinn-
ar tíðkanlegu leikmyndagerðar, sem virðist
hafa fullorðnazt og staðnað. Leikarinn tjáir
sig með þessum rörum, hann leikur að þeim
og notar þau sem framlengingu á eigin
skrokk.
Rúmin í „Kordian“ miða fyrst og fremst að
því að gefa til kynna, að leikurinn fer fram
á vitlausraspítala, en verða jafnframt hjálpar-
tæki við aflraunir leikaranna, einskonar fim-
leikaáhöld. Álíka margir „sjúkir" áhorfend-
ur sitja á þessum rúmum, en þau eru hinn
raunverulegi heimur þeirra geðveiku um leið
og brjálæðið kemur yfir þá.
Hinn sviðræni galdur er opinber framkvæmd
hins ógerlega, það er, að hafa fyrir sér, það sem
áhorfandinn getur ekki leikið eftir.
Akróbatík hefur hér tvenns konar jafngild
áhrif, ef hún er nauðsynleg á sýningu: bein
..dynamísk" áhrif, en jafnframt virðist áhorf-
andanum sem leikarinn sé óháður náttúrleg-
um takmörkunum og geti allt. Áhorfandinn
Verður að halda, að leikaranum sé ekkert um
uiegn, að hann sé fær um að upphefja sjálft
þyngdarlögmálið, ef það skiptir nokkru.
Slíkir loftfimleikar standa þó hvorki til boða
sem kaupbætir né auglýsing um dirfsku leik-
aranna. Þeir verða að hafa raunverulega og
rökrétta þýðingu, birtast sem tákn, ekki sem
látæði.
Hrifning, hver sem hún er, verður til fyrir
eitthvað óvenjulegt og sérstætt. Yfirburðir
leikarans eru ekki einungis fólgnir í vissum
lögmálslegum áhrifum, öllu heldur í per-
sónulegum hæfileikum til að ná áhorfandan-
um á sitt vald, gera hann meðsekan um helgi-
spjöll og guðlaust athæfi. Þessi sviðræni gald-
ur flytur fjöll. Hann er í því fólginn að hvetja
áhorfandann hvað eftir annað, trekkja hann
upp og virkja þá orku, sem felst innra með
honum, opna þau svið vitundarinnar, þar sem
meðvitundin sér ekki inn.
Búningar og leikmunir
Búningar og leikmunir eiga að miðast við
fleira en útsjón og beinar þarfir. Þessir hlut-
ir verða lifandi í leik við leikarann, koma upp
um hann, stríða gegn honum, þéna sem á-
herzlumerki ákveðinna atriða í hlutverkinu.
Það má nota búninginn sem leikfélaga (eða
mótvægi) með því að fylgja reglunni um
þverun: ungur leikari, fagur ásýndum í göf-
ugu hlutverki, andstyggilega til fara; skáld-
legt atriði — ruddalegir og smekklausir bún-
ingar.
Leikarinn á að blása lífi i leikmunina, með-
BIKTINGUR
67