Birtingur - 01.01.1966, Page 70
höndla þá eins og lifandi verur með sérstaka
eiginleika, allt eftir {dví hvort aðstaða hans lað-
ar fram vinsamlega eða óvinsamlega afstöðu
til hlutanna. Leikarinn sýnir fram á það með
mjög ákveðnum viðbrögðum, að leikmunirn-
ir lifa sínu lífi. Hann lætur sér aldrei standa
á sama um þá, tekur alltaf ákveðna, tilfinn-
ingalega afstöðu til þeirra: samúð, hatur, fyr-
irlitning, afskiptaleysi. Til dæmis notar einn
leikaranna í „Akrópólis“ rör sem lifandi mót-
leikara, og fer svo fram í heilum þætti. Leik-
arinn (Jakob) er sannfærður um að þessi
málmhlutur sé Rebekka; hann ávarpar rör-
ið, fer með það í gönguferð; brúðkaupsgestir
flykkjast að, Jakob og rörið ganga fyrir alt-
arið, en hinir fangarnir syngja.
Þá má nota búninginn til að undirstrika það,
sem leikurinn greinir frá. Tökum til dæmis
ermalausa búninga eða poka, sem hindra arm-
sveiflur. í „Akrópólis", gríska þættinum,
koma leikararnir inn með handleggina kross-
lagða innanundir pokaklæðnaði sínum. Þetta
leiðir hugann að handleggjalausum, grískum
höggmyndum.
Leikmuni má einnig nota til að hindra, auka,
draga úr eða undirstrika hreyfingu, látbragð
eða líkamslýti hjá leikaranum. í „Akrópólis"
talar leikari ofan í rör; röddin verður tor-
kennileg og maðurinn annarlegur ásýndum
með þessa framlengingu talfæranna.
Hlutverkið
Allar hreyfingar, látbragð, göngulag, lxkam-
legt atgerfi og vaxtarlag, raddblærinn, tón-
brigðin, þetta eru einingar í líkamlegpri heild.
Gildi hennar er komið undir þeim líkamlega
áhrifamætti, sem leikarinn leggur í hlutverk-
ið. Smáhreyfing veitir upplýsingar um skap-
gerð manns, tilhneigingar og fyrirætlanir.
Hver setning gefur með blæbrigðum sínum
til kynna margar eftirfarandi setningar, sem
felast þó ekki í beinni viðáttu hinna fram-
sögðu orða.
Gerð hlutverksins eins og það kemur fyrir
augu manna og eyru á leikvangi er að sjálf-
sögðu mjög undir leikaranum komin. Hans
eigin gerð, sálar og líkama, myndar þá inn-
viði, sem hlutverkið hvílir á. Leikarinn á því
að leika sjálfan sig, og hann á að taka tillit
til sérlegra eiginleika sinna og einkenna, til
dæmis í því skyni að þvera, (leika á móti
þeim. Dæmi: ljótur Rómeó.) Sé skipt um
leikara í hlutverki, hefur það í för með sér
breytta túlkun á hlutverkinu, það hvílir þá
á gerð nýja leikarans, sál hans og líkama, og
verður að hagræða sviðsetningunni eftir því.
í starfi með leikara er afar þýðingarmikið
svið, sem erfitt er að skilgreina. Það varðar
hið sálfræðilega starf leikstjórans með
leikarann, ef svo mætti að orði komast.
læikstjórinn þarf að reyna að komast að því,
68
BIRTINGUR