Birtingur - 01.01.1966, Síða 71

Birtingur - 01.01.1966, Síða 71
hvernig leikarinn umgengst fólk í einkalífi sínu og Iivernig hann verkar á það („réttan", ,,persónan“); hann þarf að komast að raun Um þær tilhneigingar, sem leikarinn vill dylja; bældar hvatir, lífsferil hans og reynslu, hverju hann vill leyna a£ því, sem komið hef- ur fyrir hann á lífsleiðinni og jafnframt, hverju hann vill halda á lofti, hugmyndaflug leikarans og viðbrögð við orðum, tónum og myndum; hver andleg geta hans er, og hvað hann skortir andlega og líkamlega. Dæmi: leikkona dylur barnaskap sinn með al- vörusvip, sem vitnar um ábyrgðartilfinningu þroskaðrar konu. Leikstjórinn hvetur hana til að gera eitthvað barnalegt meðan æfing fer fram. Hann notar rúm við tilraunina: hún fer í rúmið, skríður undir það, vefur að sér sænginni, leikur sér að koddanum o. s. frv. meðan hún segir fram textann. Leikari sem hefur fleiri en eitt hlutverk, á ekki að leyna því fyrir áhorfendum, hvernig hann breytist úr einni persónu í aðra; breyt- íngin á að verða að þeim ásjáandi. Þetta gerir erfitt um vik að búa til persónuleg auð- kenni með hjálp hluta úr búningsherberginu (farði, hárkollur, gervinef, herðapúðar og magapúðar). Hér verður fyrst og fremst að notast við það, sem leikarinn hefur af sjálf- um sér, til dæmis að búa til grímu með því að skegla sig, sýna innrætið með breyttu lík- amlegu ásigkomulagi og hreyfingum, byggja samskeytta mynd. Dæmi: leikkona sem rit- ari, ritvél og sími. Höndin leikur heyrnar- tólið, fæturnir takkana á vélinni, maginn er skífan á símanum, en aðrir líkamshlutar gera sér far um að vekja athygli forstjórans. „Aðskotaleikarinn". Með {jví er átt við að leikarinn geti komið fram í gerfi hinna aðskiljanlegustu hluta. Hann getur til dæm- is verið blóm, köttur eða ský, dauður hlutur, einhver lifandi vera. Leikurinn getur verið samskeyttur eins og vikið er að hér að fram- an, en með því er átt við hvers konar til- brigði með sjálfstæðar einingar, sem leikarinn fellir saman og birtir sem heild. Leikarinn á að notfæra sér „annmarka“ sína til að komast yfir venjubundnar og líkamleg- ar takmarkanir, hvort heldur þessir „ann- markar“ hans eru líkamlegir eða andlegir. Leikarinn á ekki að einbeita sér að því, sem honum veitist auðvelt, heldur hinu, sem hann á erfiðast með. Það þykir til dæmis nokkurn veginn sjálfsagt, að ung og falleg leikkona veljist í hlutverk Júlíu, en maður sem er smá- vaxinn, ljótur eða lýttur er fundinn til að leika Quasimodo. Leikari sem er óháður út- liti sínu, getur hins vegar leikið hvaða hlut- verk, sem vera skal, ef hann notfærir sér annmarka sína þannig, að þeir skipti verulegu máli í hlutverkinu. birtingur 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.