Birtingur - 01.01.1966, Side 80

Birtingur - 01.01.1966, Side 80
ORGELSMIÐJAN Skáldsaga eftir Jón frá Pálmholti. Útg. Helgafcll. Höfundur Orgelsmiðjunnar hefur áður látið £rá sér fara tvær ljóðabækur, en ekki £yrr verið bendlaður við skáldsagnagerð. I ljóðum sínum hefur hann sýnt mikla viðleitni til að geta heitið ljóðskáld á nútímavísu. Stundum hafa ljóð hans verið helzti mikill endurómur af ljóðum nafna hans, Jóns úr Vör, en af honum hefur hann mest lært. Orgelsmiðjuhöfundin- um frá Pálmholti tekst mun betur upp í þeirri bók sinni sem hann nefnir skáidsögu. Læt ég gott heita að kalla hana skáldsögu, úr því ég treysti mér ekki til að benda á annað orð hæfi- legra. Við verðum flestu fegnir, íslenzkir les- endur, ef eitthvað rís upp úr flatneskju sagna- gerðarinnar sem undanfarin ár hefur verið heldur daufleg, að ekki sé meira sagt. Það er um Orgelsmiðjuna að segja, að hún er ekki daufleg. Mér sýnist raunar ekki að höfundur hafi skrifað hana samfellt, það er einsog hann hafi skrifað mörg sjálfstæð brot um sama efn- ið (eða með sama efnið í huga) og tengt síðan brotin saman eftir á. Það kann að hljóma eins- og öfugmæli, en ég get ekki varizt því að álykta að þetta sé styrkur bókarinnar. Fyrir bragðið kemur hver kafli lesandanum nægi- lega mikið á óvart til að halda honum stöðugt vakandi, en það efast ég um að Jóni hefði tekizt ella. Og það verður meira úr ádeilunni sem Jóni er mikið í mun að sé til staðar á hverri bókarsíðu, því vissulega hefur hann ætlað sér að skrifa mikið ádeilurit. Sagan fjallar um ungan mann sem er tekinn fastur án þess hann hafi gert neitt af sér. Stjórnarvöldin hafa ákveðið að uppræta fyrir næstu kosningar ýmislegt sem miður fer, svo sem sóðaskap og óhirðu, — já, jafnvel skáld- skap, því skáldin eru orðin þjóðhættuleg. Það er alkunna úr nútímaréttarfari að sakborning- ar og jafnvel verjendur þeirra eru dæmdir fyrir að hafa móðgað dómsvaldið meðan á réttarhöldum stendur. Nú verður unga mann- inum það á óviljandi að móðga yfirvaldið og þá er umsvifalaust byrjað að pína hann. Síðan hefst óráðsdraumur hans meðan á písl- unum stendur. Allt er þetta í táknrænni merk- ingu hjá höfundi. Einstaklingur í gerninga- veðri kjarnorkualdar. Hann er andlega pínd- ur. Hann horfist í augu við kjarnorkusprengj- una. Hann er máttvana gagnvart apamennum nútímaþjóðfélags. Þeir sem lesið hafa skáldsöguna Málaferlin eftir Kafka munu tæplega komast hjá því að gruna höfund Orgelsmiðjunnar um að hafa fengið hugmynd sína að láni í annarri og meiri orgelsmiðju en hann hefur sjálfur yfir að ráða enn sem komið er. Sú skáldsaga Kafka sem hér um ræðir hefst einmitt á því (einsog Orgelsmiðjan) að maður nokkur er tekinn 78 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.