Birtingur - 01.01.1966, Síða 81
fastur án þess að hafa brotið neitt af sér. Fer
síðan mylnuhjól réttarins af stað, malar hægt
og bítandi án þess maðurinn fái rönd við
reist, þar til hann er dæmdur til dauða og
leiddur til aftöku. Um leið og saga mannsins
er sögð birtist þjóðfélagið í eins viðurstyggi-
legri mynd og verða má, þjóðfélag sem ein-
staklingurinn stendur máttvana gegn.
Orgelsmiðja Jóns frá Pálmholti er ófrumleg,
þar sem hún hefur uppistöðu sína frá Kafka,
og meðferðin öll verður ekki rishá þegar hún
er borin saman við snilld Kafka. En slíkur
samanburður er vart réttlætanlegur. Sann-
gjarnara er að bera hana saman við íslenzkar
bókmenntir síðari ára. Þá verður bók Jóns
nýstárleg og fengur að henni, því óneitanlega
er hún á köflum skrifuð af mikilli íþrótt, og
ég gæti trúað, ef höfundur hefði látið hand-
ritið liggja nokkra mánuði í viðbót, að hann
hefði þá strikað burt margar línur stórra orða
sem einkum er að finna í upphafi hvers kafla,
en með því einu hefði hann bætt bókina til
muna.
Það má segja höfundi til hróss, sem ekki verð-
ur oft sagt um íslenzka höfunda, að hann
hugsar út fyrir landsteinana, og þótt lionum
verði stundum fullmikið niðri fyrir í ádeil-
unni, þá tekst honum að halda lesandanum
(að minnsta kosti undirrituðum) vakandi til
síðustu blaðsíðu.
Höfundur skrifar yfirleitt góða íslenzku, þótt
orðasambandið „öðru hvoru“ virðist loða
óþægilega við hann. Káputeikning finnst mér
í góðu meðallagi.
Jón Óskar
RIRTINGUR
79