Birtingur - 01.01.1966, Page 82
BÖRJE SANDELIN : FJÖGUR
Jóhann Hjálmarsson þýddi
Börje Sandelin er sænskur myndlistarmaður og ljóð-
skíld, fæddur árið 1926 í Hállckis. Hann cr víða þckktur
fyrir svartlistarmyndir sínar og bókaskreytingar, en hcfur
að undanförnu vakið á scr atliygli fyrir ljóð sín og prósa-
skissur.
Börje Sandclin kom til íslands sumarið 1964, kynnti sér
íslcnzka myndlist, náttúruundur og annað það sem vckur
forvitni crlendra fcrðamanna. Hann hefur birt grelnar f
sænskum tímaritum og blöðum um ísland og íslcnzkar
listir, og stjórnað nokkrum útvarpsþáttum um land og
þjóð.
í október 1965 liélt liann sýningu í Reykjavík á svartlistar-
myndum sfmim.
Ljóðin sem Birtingur flytur sem kynningu á skáldskap
Sandelins eru öll úr nýjustu bók hans, Grenitrjánum.
Þýðandi.
J J ÓÐ
Óskirnar
Undir glugga þínum ekur vörttbíll
hlaðinn óskum, fram og aftur.
Á höfninni liggur skonnorta
full af jarðarberjum og köldu hvítvíni.
Einhversstaðar er leikið á sembaló
svo fagurlega að þig svimaði ef þú heyrðir það.
Langt í burtu er voldug marmarabygging
loksins að verða fullgerð.
í næsta herbergi er einmana kona
svo fögur að hún gæti vakið þér ótta.
Spölkorn frá húsi þínu
gengur maður
framhjá ljóskeri, ber sama svip og þú. .
En þú, hvar ert þú?
Sól máni stjörnur
Þú átt ekki fjallið
sem blánar andspænis þér
en sólina sem vermir
hana áttu
Þú átt ekki hafið
ekki öldurnar ekki sjóndeildarhringinn
en hvíta kaldlynda mánann t
hann áttu
Þti átt ekki jörðina
sem þú stendur á
en leiftrandi stjörnur næturinnar
áttu upp til hópa
Sól máni stjörnur er eign þín