Birtingur - 01.01.1966, Síða 88

Birtingur - 01.01.1966, Síða 88
f er ferill hans þótt skammur sé að verða næsta einstæður um Norðurlönd: í Danmörk hafa tímaritin Kunst og Signum bæði gefið upp öndina á þessu ári, og kemur nú ekkert listarit út hjá dönskum, nema vera kynni að Louisi- ana-Revy lifði enn. Um daga Birtings hafa sænsku ritin Salamander, Upptakt, Kentaur og Rondo geispað golunni, og er mér ekki kunnugt, að neitt óháð framúrrit komi út sem sakir standa hjá þessari auðugu menningar- þjóð. Einhver smárit kunna að staulast með veggjum í Noregi og Finnlandi, þótt fari lágt. Ósanngjarnt sýnist ekki að ætlast til þess, að almenningsbókasöfn sem njóta ríflegs styrks af opinberu fé veittu öldum og óbornum safngestum þá sjálfsögðu þjónustu að hafa í hillum sínum helztu tímarit íslenzk. Söfnin eru orðin það mörg, að slíkur stuðningur gæti beinlínis úrslitum ráðið um líf eða dauða ágætra tímarita. En allt of mörg söfn virðast lúta stjórn óhæfra manna, sem verja fjármun- um þeirra að mikJum hJuta til kaupa á einsk- isnýtu reyfararusli og fylgjast verr með því sem gerist í bókmenntalífi landsins en safn- verðir í Miðevrópu, Ameríku eða Asíu. Ég dæmi þar af reynslu Birtings: honum berast þráfaJdlega áskriftarbeiðnir frá erlendum bókasöfnum, sem leggja kapp á að eignast öll fáanleg hefti af ritinu — en íslenzk söfn, sem telji sér slíkt rit viðkomandi, má telja á fingr- um sér. Ég tel mjög líklegt, að eins sé liáttað ' rækt íslenzkra bókasafna við önnur tímarit landsins, en annars væri auðvelt að kanna það. Þetta bæri bókasafnsfulltrúa ríkisins og menntamálaráðherra að láta til sín taka, þótt ekki væri nema af umhyggju fyrir fjárhag safnanna, því að vegna slíkra vanrækslusynda verða þau að greiða fyrir ritin margfalt verð, þegar loks er hafizt handa um að ná saman kompletteintaki. Hvað er jrétt? Margoft hef ég velt fyrir mér, við hvað ís- , lenzkir blaðamenn styðjist í mati á því, hvað sé frétt og hvað ekki. Kannski mætti geta sér til, að þeir færu eftir eigin dómgreind, en þá væri ég orðinn ber að refsiverðum meiðyrð- um, og því læt ég af hyggindum spurningunni ósvarað. En ég ncfni til skýringar dærni frá Jiðnu sumri. Þá var í einu dagblaðanna sagt í dálítilli tvídálka frétt frá útkomu 156 síðna | Jieftis af Birtingi, og sízt vildi ég vanþakka það. Inni í miðri frétt var ein lína svohljóð- andi: „. . . ljóðaþýðingar eftir Jón Óskar og Geir Kristjánsson . . .“ Ekki meira um það. í sama blaði var nær tveggja mánaða gömul frétt of ósköp hversdagslegum viðburði innan smástofnunar i smáþorpi einu sunnanlands, en fregnin var samtals 216 línur undir þrí- dálka fyrirsögn. 86 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.