Birtingur - 01.01.1966, Page 90

Birtingur - 01.01.1966, Page 90
dagskrá, skipafréttum og raða slíku fágæti á dagblaðsíður, lætur sér sæma að fara á hunda- vaði yfir verk fræðimannsins og hripa síðan um það áfellisdóm á einni kvöldstund undir einkunnarorðinu: sparðatínsla. Ég mæli því ekki bót, að höfundar teygi lop- ann, hvort heldur er í skáldverki eða fræði- riti. Mörgum sinnum heldur vil ág þó fá í hendur tyrfið staðreyndatal, þar sem komið er saman milli spjalda allt sem viðfangsefnið varðar, heldur en þau hálfverk sem hér eru þráfaldlega látin á þrykk út ganga undir vís- indalegu yfirskini. En því fer fjarri, að verk Sveins Skorra sé ólæsilegt, þó að það verði auðvitað aldrei flokkað til alþýðlegra vísinda- reyfara á borð við Konur og kraftaskáld. Hann hefur augsýnilega gert sér far um að vinna verk sitt þannig, að frumheimildir þyrfti ekki að grandskoða á nýjaleik og áhuga- menn um ævi Gests eða einstök verk gætu gengið að öllu, sem meginmáli skiptir, á vís- um stað. Sveinn Skorri á mikið iof fyrir þetta stórvirki og mætti verða öðrum ungum fræðimönnum fyrirmynd um ráðvendni, atorku og þraut- seigju. En sérstaklega lofsvert er það fordæmi hans að leggja fram krafta sína í þágu lifandi bókmennta í stað þess að ganga í fornan haug eins og flestir hinna. Um manngildi i daglega lifinu Hver skyldi vera manngildishugsjón íslend- inga á hernáms- og viðreisnaröld? Spyr sá sem ekki veit, því að einhvern veginn sýnist mér sem við séum að verða uggvænlega glám- skyggn á öll varanleg gildi. Höfuðeinkenni óperettujjjóðfélagsins íslenzka er holnings- leysi, sem minnt getur á pattaralegan heild- sala án andlegra þarfa, nýbúinn að krækja sér í arðvænlegt umboð. Slíkur maður hefur tak- markaðan áhuga á fólki, sem vinnur meðan ljóst er, á sér gleðiuppsprettu og þroskalind á lieimili sínu eða í skauti náttúrunnar, lætur í störíum sínum stjórnast a£ löngun til að veita öðrum. Fyrir skönnnu átti einn af merkari samtíðar- mönnum okkar sjötugsafmæli. Hann aflaði sér á unga aldri hámenntunar, sóttist aldrei eftir vegtyllum, en taldi sig fullsæmdan af að rækja af alúð um langan aldur illa launað starf við einn a£ gagnfræðaskólum borgarinn- ar, þar sem hann kenndi þúsundum misgáf- aðra nemenda, er minnast hans með virðingu og þakklæti sem mikilhæfs kennara og góð- viljaðs prúðmennis. í tómstundum leitaði hann sér gleði og þroska í ríki tónlistarinnar. Að loknu afmældu ævistarfi hófst hann handa um að snúa á fagurt íslenzkt mál nokkrum öndvegisverkum erlendra leikbókmennta, og höfum við fyrir tilverknað hans fengið að 88 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.