Birtingur - 01.01.1966, Page 93

Birtingur - 01.01.1966, Page 93
ur tekizt það eins vel og bæði ómennskan og manngildið verðskulda. Er menningin of dýr? Ég las í einu dagblaðanna, að þeir hinir fá- tæku í andanum sem aflað hafa sér imba- kassa til þess að fá notið sjónvarpsgleði sol- dátanna á Vellinum hafi greitt fyrir tækin tvö hundruð milljónir króna. Það er ekki lítið, sem þessir þrautpíndu skattborgarar leggja í sölurnar. Fyrir sömu fjárhæð hefðu þeir getað haft 100 íslenzka listamenn í sinni þjónustu í 10 ár, greitt þeim 200 þúsund króna árslaun hverjum og efalaust komizt að hagstæðum samningi um arð af bókum þeirra, myndum, tónverkum, dansi og leik, svo að það hefði ekki þurft að verða vitlaus fjárfesting. En sömu daga og blöðin skýra frá þessari miklu fórnarlund hinna andlegu munaðarleysingja er íslenzka ríkið að peðra þremur milljónum króna milli íslenzkra listamanna, og mennta- málaráðherra er fljótur að reikna, hve það sé mörg hundruð prósent hærri upphæð en fyrir viðreisn, enda er hann jafnframt viðskipta- ráðherra. Aftur á móti hefur menntamálaráð- herra ekki reiknað svo kunnugt sé, hve mörg milljón prósent hærri fjárhæð íslenzkir menn hafi greitt seinustu 4—5 árin í aðgangseyri að kanasjónavarpinu en árið fyrir viðreisn. Ég undrast það ekki, því að hann mundi neyðast til að leggja prósentureikning á hilluna fyrir lífstíð, ef hann sæi útkomuna úr því dæmi — og hvernig á viðskiptamálaráðherra að kom- ast af án prósentureiknings? Bezt að loka aug- unum. Þegar maður rekst á þvílík dæmi um taum- lausa sóun í ómenningarskyni, getur manni sviðið að heyra þá sem sálina þurfa að seðja tala um, að menningin sé of dýr. Einhver góð- ur maður lét jafnvel orð að því liggja í sumar leið, að Birtingur væri dýr. Það er nú svo. Mér reiknast til við lauslega áætlun, að við fjórmenningar sem verið höfum í ritstjórn hans frá upphafi höfum lagt með honum í ólaunuðum rit- og ritstjórnarstörfum tvær milljónir króna hið minnsta, og er þá ótalið það sem aðrir hafa gefið, svo að Birtingur hefði vissulega getað orðið nokkuð dýr, ef hinir allt of fáu kaupendur hefðu orðið að greiða hann fullu verði. Ég nefni þetta ekki vegna þess, að ég telji það umtalsvert í sjálfu sér, heldur til að benda sjálfselskum lesanda á, að í þessu hrjáða landi hrapandi gildis allra veraldlegra verðmæta fær hann aldrei meira fyrir aurana en þegar hann fjölgar bók- um sínum, kaupir sér miða að góðri leiksýn- ingu, bregður sér á tónleika, skoðar valda kvikmynd, gerist kaupandi að vönduðu tíma- riti, lítur inn á málverkasýningu eða festir kaup á mynd. Listamenn eru nefnilega lægst- birtingur 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.