Birtingur - 01.01.1966, Side 98

Birtingur - 01.01.1966, Side 98
margar leiðir séu farnar, að hver þjóð freisti nýrra leiða að settu marki. Síðan miðli þjóð- irnar hver annarri af reynslu sinni. Af þessu leiðir ekki eingöngu litríkari heimsmenningu, heldur má einnig telja víst að þetta sé ein helzta forsenda þess, að heimsmenningin geti náð nauðsynlegum þroska. Er þetta í samræmi við þá viðurkenndu vísindalegu vinnuaðferð að leitast við að fá sem trúverðugasta niður- stöðu með því að fara ýmsar leiðir í rannsókn sama fyrirbæris. Of mikil samræming gæti leitt til óhæfilega hægfara þróunar, jafnvel stöðnunar. Engan veginn mega smáþjóðir láta sér vaxa það í augum, þótt stórþjóðir láti að sér kveða í menningarefnum og afrekum þeirra fylgi mest auglýsing. Er smáþjóðamönnum hollt að minnast þess, að þjóðir, sem einna mest og varanlegust áhrif hafa haft á heimsmenning- una, voru hvorki fjölmennar né auðugar og á ég hér við Grikki og Gyðinga. Hvernig horfa nú þessi atriði við íslending- um? Alkunn og viðurkennd staðreynd er, að íslenzk þjóðmenning hefur verið einn styrk- asti þáttur í ættjarðarást íslendinga. Alkunn eru ýmis dæmi um það, hver tök hún hefur haft á mörgum íslendingum. Hún hefur dreg- ið þá til ættlands síns, jafnvel eftir langa úti- vist og það þótt margra kosta væri völ meðal annarra þjóða. í annan stað er það óvefengj- anlegt, að fslendingar hafa sótt mörg holl lífs- viðhorf í menningu sína, er reynzt hafa þeim ómetanlegur styrkur í lífsbaráttu þeirra, og má þar nefna ýmislegt a£ því, sem stundum er kallað fornar dygðir. íslenzk menning hef- ur verið íslendingum hvatning til sjálfstæðrar menningarsköpunar, þó að ytri aðstæður hafi oft sett þeirri starfsemi þröng takmörk. Hún hefur veitt þeim metnað til að sækja fram til sjálfstæðis og til að spjara sig á mörgum svið- um bæði á vettvangi atvinnulífs og menning- arstarfs. Með menningu sinni hefur íslend- ingum tekizt að auðga heimsmenninguna og leggja fram skerf, sem ekki er ástæða til að vanmeta, þótt ef til vill megi segja, að hann gegni þar ekki neinu allsherjar undirstöðu- hlutverki. Á það verður naumast lögð nógsamleg áherzla, að það er alls ekki neinn augljós og sjálfsagður hlutur að halda uppi menningar- samfélagi á íslandi. Má raunar með rökum lífsþægindamanna sýna fram á, að slíkt sé fjarstæða. Þjóðin verður því að tileinka sér þess konar sjónarmið, að hún finni sig í þjónustu ein- hvers tilgangs með lífsstríði hér á hjara heims. Og þessi tilgangur veiti henni þann þrótt og þann viljastyrk, sem til þess þarf. 96 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.