Birtingur - 01.01.1966, Side 99

Birtingur - 01.01.1966, Side 99
Ef íslendingar legðu niður tungu sína og þjóðmenningu og tækju upp i hennar stað t. d. enska tungu og menningu, fæli það í sér, að þeir mundu flytjast yfir á annað menning- arsvæði. Miðstöð þeirrar menningar væri ekki á íslandi og íslendingar mundu engu fá ráðið um mótun hennar eða þróun. íslenzk menn- ing yrði ekki til þess að laða íslenzka menn til ættlands síns og um leið yrði veigamikill þáttur í ættjarðrást þeirra upprættur. Þau lífsviðhorf sem íslendingum eru nauðsynleg til þess að geta haldið uppi menningarsamfé- lagi úti á hjara heims mundu þoka fyrir öðr- um lífsviðhorfum, sem annars eðlis eru og við annað eru miðuð. Hvorttveggja þetta mundi slæva vilja þjóðarinnar til þess að halda uppi íslenzku þjóðfélagi. Þá mundi öll sjálfstæð menningarstarfsemi bíða verulegan hnekki a£ þeirri ástæðu að þjóðin rnundi nú fá allt sem hún þarfnast í menningarefnum upp í hendurnar. Bækur um hvers konar efni fengi hún frá miðstöðvum hins stóra menningarsvæðis, þaðan fengi hún einnig hljómlist, leiklist, útvarp og sjónvarp. Þjóðin yrði alger þiggjandi. Við þetta mundi auk þess metnaður hennar til allrar menning- arsköpunar og hvers konar framtaks dvína. Afleiðing þessa yrði, að það fólk, sem hæfi- leika hefur til sköpunarstarfs á vettvangi menningar mundi hverfa brott til sjálfra menningarmiðstöðvanna þar sem aðstaða væri betri og lífsþægindin meiri, enda skírskotaði ekkert, sem héti ættjarðarást eða þjóðarmetn- aður lengur til þess. Hefur raunar stundum komið á daginn, að ýmsir íslendingar, sem lengi hafa dvalizt með erlendum þjóðum og samið sig að menningu þeirra kjósa alls ekki að snúa aftur til íslands. Að sjálfsögðu mundi það koma niður á hag þjóðarinnar, þegar margt framtakssamasta og hæfileikamesta fólkið hyrfi brott. Það mundi ekki eingöngu koma fram í menningarlífi þjóðarinnar, heldur einnig atvinnulífi henn- ar og þá að sjálfsögðu efnalegum viðgangi. íslenzkt þjóðfélag yrði ekki annað en hvers- dagsleg verstöð á útjaðri hins mikla menning- arsamfélags. Menning verstöðvar þeirrar væri sníkjumenning, sem enginn teldi sig eiga neitt erindi við. Af háttsemi íslenzkra forustumanna virðist ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að þeir geri sér ekki ljósan þann mun, sem á því er að hafa með höndum forustu þjóðar og því að veita forstöðu hagsmunasamsteypum eins og verkalýðsfélagi eða hlutafélagi. Oll hugsun þeirra og öll ræða þeirra snýst um tímabundin og meira og minna tilgangslítil lífsþægindi tiltekinna hagsmunahópa í þjóðfélaginu og sjálfir hafa þeir forustu í illvígum deilum um BIRTINGUR 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.