Birtingur - 01.01.1966, Page 100

Birtingur - 01.01.1966, Page 100
þessi efni. Þetta felur þá raunverulega í sér, að þjóðin í heild á enga leiðtoga, — þeir forustumenn sem kjörnir eru t. d. til Al- þingis eru í raun og veru aðeins oddvitar og liagsmunaverðir tiltekinna hópa í þjóðfélag- inu. Og hér er þá komið að einum meginvanda ís- lenzks þjóðfélags sem lýtur ekki eingöngu að þjóðernis- og þjóðmenningarmdlum, heldur hefur meiri og minni áhrif á allt þjóðlífið. Þessi vandi er sá, að Islendingum hefur ekki enn tekizt að skapa sér þjóðarfor- ustu. Forustuleysið er tvímælalaust alvarleg- asti vandi, sem að íslendingum steðjar og það hlýtur að verða höfuðverkefni næstu kynslóð- ar að leysa þennan vanda. Ef íslendingar leysa hann ekki sjálfir, getur farið svo að aðrar þjóðir geri það. Forustustéttin hlýtur að vera sá hópur manna sem við stjórnmál fæst. Og þessi forustustétt verður að vera bundin tilteknum grundvallar- reglum, sem ekki má rjúfa, enda þótt hún sé ekki sammála um hvaðeina. Hún verður að hafa codex ethicus. Aðalinn- tak þessara grundvallar- eða siðareglna hljóta að vera þau sjónarmið, sem lúta að varðveizlu þjóðernis og þjóðmenningar, að framtíðartil- veru íslenzks þjóðfélags. Ekki er víst að þessar grundvallarreglur liggi þegar í augum uppi, en þá er verkefnið að koma sér niður á, hverj- ar þær eiga að vera. Á þessum grundvelli verður unnt að skapa al- menningsálit, sem verður að afli í þjóðfélag- inu og bjargar þvx frá að leysast upp í stríð- andi hagsmunahópa, sem ekkert eiga sameig- inlegt og ekkert ákveðið markmið hafa, bjarga þjóðfélaginu frá því sem kallað er horror vacui — ógn tómleikans — sem óneitanlega er ugg- vænlegt einkenni íslenzks þjóðfélags. Slíkt al- menningsálit er tiltölulega auðvelt að skapa, ef forustan er einhuga um það af þeirri ein- földu ástæðu að allur þorri manna hefur yfir höfuð enga skoðun nema þá, sem að honum er haldið. íslenzkir stjórnmálamenn hafa enn sem kom- ið er brugðizt því hlutverki að skapa þjóðinni forustu, þeir hafa ekki komizt lengra en veita stríðandi hagsmunahópum forustu. Sennileg- asta ástæða þess er sú, að þeir geri sér ekki nægilega grein fyrir, hvað í því felst, að hafa forustu. Og hvað felst í því? Spænski heimspekingurinn Ortega y Gasset hefur bent á, að forusta hvíli aldrei á vald- beitingu, nema að mjög óverulegu leyti, held- ur á áhrifamætti sem sækir styrk sinn í al- menningsálitið. í innsta eðli sínu sé það að hafa forustu þetta: Að fá þjóðfélagsþegnunum 98 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.