Birtingur - 01.01.1966, Page 103
ætti Gunnar líka að berjast við Kínverja, eða
Kolskeggur; og þá getur vel verið að þeir sýni
myndina hérna í Keflavík en þá verður nátt-
úrlega að vera enska sem allur heimurinn tal-
ar; og svo verður að reyna að fá gullhár handa
Hallgerði af því að ef hún er bara með ljóst
hár þá er einsog hún væri finnsk flugfreyja
hjá Loftleiðum; og þetta eru bara einhverjir
afvegaleiddir menn sem halda að íslenzk
menning týnist þó það sé sjónvarp; og má ég
spyrja livað eru margir klukkutímar í sólar-
hringnum? og þó menn horfi á sjónvarp í fjóra
tíma þá eru þó alltaf eftir tuttugu; og svo veit
ég líka að það eru ýmsir sem slökkva bara
íyrir talið á sjónvarpinu ef þeir skilja ekki
ensku svo ekki ættu þeir að spillast gjörsam-
lega; og það var á einum stað sem það var
gert og svo var verið að spila af segulbandi
þáttinn hans Svavars Gests um leið; og kann-
ski þið ætlið að fara að segja að hann sé óþjóð-
legur, — en hann er nú bara sá eini sem er
dáldið smart og hann gæti áreiðanlega verið í
sjónvarpi . . .
Tónlist
Tónlistarlífið hefur verið fjörlegt og við-
burðaríkt á þessum vetri. Einhver munur er
að heyra sinfóníuhljómsveitina undir stjórn
Bodhan Wodhiszco sem hefur blásið miklu
fjöri í sveitina, og kemur enn fram að hljóm-
sveitin getur leikið Ijómandi vel þegar hún
hefur mikilhæfan stjórnanda. Nú er allt ann-
að heldur en var í fyrra þegar allt virtist ætla
að lognast út af í deyfð og drunga; nú er fjörið
og leikgleðin. Það er mikið lán að slíkur mað-
ur skuli vilja vera hjá okkur og veri hann vel-
kominn og vonandi fáum við að hafa hann
sem lengst.
Flutningur níundu sinfóníunnar markar
tímamót. Það var sigurhátíð þeirra manna sem
hafa barizt hér áratugum saman af bjartsýni
og þrautseigju og ekki látið andspyrnu þurs-
anna né hinna smásmugulegu og ódýru úr-
dráttarbrandara slenja sig. Slík stórhátíð er
óhugsandi nema allir þátttakendur leggi sig
fram af alefli og það gerðu þeir sannarlega.
Þar áttu allir skilið lof, söngvarar og hljóð-
færaleikarar og ekki sízt stjórnandinn Róbert
A. Ottósson sem með sinni ódrepandi elju og
vandvirkni og djúpu lotningu fyrir listinni
náði að virkja krafta alls þessa fríða liðs.
Húrra.
En þegar maður hugsar um árangur sinfóníu-
hljómsveitarinnar okkar má ekki gleymaþeirri
fórnfýsi og dugnaði sem liggur í því daglega
starfi sem maður einsog Björn Ólafsson hefur
lagt fram, hinn óþreytandi forustumaður
hljóðfæraleikaranna öll þau ár sem sveitin
hefur starfað. Þetta hefur verið mögulegt
vegna þess að til eru menn einsog Björn og
BIRTINGUR
101