Birtingur - 01.01.1966, Page 103

Birtingur - 01.01.1966, Page 103
ætti Gunnar líka að berjast við Kínverja, eða Kolskeggur; og þá getur vel verið að þeir sýni myndina hérna í Keflavík en þá verður nátt- úrlega að vera enska sem allur heimurinn tal- ar; og svo verður að reyna að fá gullhár handa Hallgerði af því að ef hún er bara með ljóst hár þá er einsog hún væri finnsk flugfreyja hjá Loftleiðum; og þetta eru bara einhverjir afvegaleiddir menn sem halda að íslenzk menning týnist þó það sé sjónvarp; og má ég spyrja livað eru margir klukkutímar í sólar- hringnum? og þó menn horfi á sjónvarp í fjóra tíma þá eru þó alltaf eftir tuttugu; og svo veit ég líka að það eru ýmsir sem slökkva bara íyrir talið á sjónvarpinu ef þeir skilja ekki ensku svo ekki ættu þeir að spillast gjörsam- lega; og það var á einum stað sem það var gert og svo var verið að spila af segulbandi þáttinn hans Svavars Gests um leið; og kann- ski þið ætlið að fara að segja að hann sé óþjóð- legur, — en hann er nú bara sá eini sem er dáldið smart og hann gæti áreiðanlega verið í sjónvarpi . . . Tónlist Tónlistarlífið hefur verið fjörlegt og við- burðaríkt á þessum vetri. Einhver munur er að heyra sinfóníuhljómsveitina undir stjórn Bodhan Wodhiszco sem hefur blásið miklu fjöri í sveitina, og kemur enn fram að hljóm- sveitin getur leikið Ijómandi vel þegar hún hefur mikilhæfan stjórnanda. Nú er allt ann- að heldur en var í fyrra þegar allt virtist ætla að lognast út af í deyfð og drunga; nú er fjörið og leikgleðin. Það er mikið lán að slíkur mað- ur skuli vilja vera hjá okkur og veri hann vel- kominn og vonandi fáum við að hafa hann sem lengst. Flutningur níundu sinfóníunnar markar tímamót. Það var sigurhátíð þeirra manna sem hafa barizt hér áratugum saman af bjartsýni og þrautseigju og ekki látið andspyrnu þurs- anna né hinna smásmugulegu og ódýru úr- dráttarbrandara slenja sig. Slík stórhátíð er óhugsandi nema allir þátttakendur leggi sig fram af alefli og það gerðu þeir sannarlega. Þar áttu allir skilið lof, söngvarar og hljóð- færaleikarar og ekki sízt stjórnandinn Róbert A. Ottósson sem með sinni ódrepandi elju og vandvirkni og djúpu lotningu fyrir listinni náði að virkja krafta alls þessa fríða liðs. Húrra. En þegar maður hugsar um árangur sinfóníu- hljómsveitarinnar okkar má ekki gleymaþeirri fórnfýsi og dugnaði sem liggur í því daglega starfi sem maður einsog Björn Ólafsson hefur lagt fram, hinn óþreytandi forustumaður hljóðfæraleikaranna öll þau ár sem sveitin hefur starfað. Þetta hefur verið mögulegt vegna þess að til eru menn einsog Björn og BIRTINGUR 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.