Birtingur - 01.01.1966, Síða 105
eru áSur, þótt Filmía byrjaði vel á sinni tíð.
Þar hafa verið sýnd hin ágætustu listaverk úr
kvikmyndasögunni og nú að undanförnu
helztu áfangar í ferli hins mikla danska kvik-
myndasnillings Carls Dreyer. Auk þessa hafa
verið prentaðar sárlega smekklegar sýningar-
skrár með margvislegum fróðleik. Þetta unga
fólk minntist 80 ára afmælis Kjarvals með
stórmerkri sýningu á verkum hans og hátíða-
kvöldi þar sem í fyrsta sinn var leikinn
skemmtilegur leikþáttur eftir Kjarval að við-
stöddum meistaranum, og voru allir glaðir og
góðir. Þá hefur leikfólk skólans flutt fyrsta
leikrit Laxness: Straumrof, sem var sýnt
nýsamið á sinni tíð. Það er nú langt síðan. Oft
hefur mér þótt sem þetta leikrit ætti að leika
i útvarpi með stílfærðum ýkjuleik, en ekki
þessari sligdrepandi alvöru sem leikurum okk-
ar hættir til. Og svo var sýningin á verkum
Snorra Arinbjarnar, og stendur meira til.
Þetta unga fólk hefur gert lærimeisturum sín-
um skönnn til, — ég veit ekki til að menning-
arsaga sé kennd í einum einasta skóla landsins
sem föst námsgrein nema í Samvinnuskólan-
um að Bifröst.
Þegar ég var í skóla var það sem hermt var frá
listamönnum einkum skætingur nema þegar
minnzt var á The Blue Boy eftir Gainsbor-
ough. Og þá var Völuspá greind í setningar-
liði, ekki man ég til þess að kennarar okkar
töluðu um Halldór Laxness né Kjarval, utan
kannski einu sinni. Hinsvegar var okkur sagt
að Pétur Rússakeisari hefði verið kæfður í
rekkjuvoðum sínum, drottning af Austurríki
myrt með þjöl, og Oscar Wilde verið kyn-
vílltur. Það ríkti engin hrifning gagnvart af-
rekum mannsandans nema e£ væri Gufuvél-
inni eftir James Watt. Árin í skólanum voru
einn langur geispi yfir mallandi potti þar sem
öllu var steypt saman Cicero og Virgli, Gunn-
laugi Ormstungu, Heine og Von Chamisso og
ktisse mir zölfmal sagte Sali zu Vrenchen og
logaritmum og Readers Digest og formúlum
og efnafræðiprósessum sem enginn fékk að sjá
framkvæmda, og úr þessu varð átakanlegur
grautur bragðlaus og lyktarlaus og litlaus.
Kannski þykir einhverjum skólinn leiðinleg-
ur ennþá, og eflaust hefði verið hægt að gera
hann skemmtilegri þá, ef þá hefði verið til
framtak meðal nemenda af því tagi sem nú í
vetur hefur brugðið ljóma yfir þennan gamla
skóla. Því skólar eiga áreiðanlega að vera til
að vekja en ekki svæfa, þótt mörgum peda-
gógum íslands veitist erfitt að átta sig á Jjví,
og sumir vilja það kannski ekki, heldur þjóna
stjórnmálamönnunum sem sjá sér hag í því
að lama allt og slæva.
Don Ranudo d ferð
Furðulegt var að lesa eftir Jóhann Hjálmars-
BIRTINGUR
103