Birtingur - 01.01.1966, Page 110
sleþþur hann úr fangelsinu og er þá móðir
hans í mikilli lifshættu.
Æ loksins er kominn laugardagur. Kannski
blessaöur ráðherrann okkar eigi nú frí í dag.
Þá getur hann sezt við sjónvarpstækið sitt
strax klukkan tíu og horft á KidcLies corner
(Captain Kangaroo). Skráin: Þessi tveggja
slunda dagshrárliður felur í sér Kaþtein Ken-
gúru, Shari Lewis og töfralandið Allakazam
og klukkan tólf er Roy Rogers. Ekki er nú
kvöldið af lakari endanum. 19:30: Perry Mas-
on, skráin: Perry Mason kemur til skjalanna,
þegar tíðrum eiganda að klæðavenlun er gefið
eitur, en hinum haldið af lögreglunni undir
grun um að hann hafi byrlað félaga sínum
eitrið. 21:30: Gunsmoke, skráin enn: Leigu-
morðingi kemur til Dodge borgar og á hann
að dreþa Matt Dillon, en það fyrsta sem fyrir
hann kemur er það, að hann verður áslfanginn
og lofar stúlkutetrinu þvi, að hann skuli aldrei
framar dreþa mann. Svo kemur King of Dia-
monds næst, og þetta nær svo væntanlega há-
marki um miðnættið með þættinum: The
lonesome trail og segir nú hin góða skrá um
þann þátt svo: Þjófnaður og ofbeldisaðgerðir
er uþþistaðan i jjessari kúrekamynd. Nú hlýt-
ur að vera orðið sæmilega gestkvæmt í huga
ráðherrans eftir svona viðburðaríkan dag við
undrakassann sinn, og er nú ólíkt skemmti-
legra að vera uppi á svona tima á íslandi en
þegar allt var svo púkó og menn voru að berja
saman vísur í fásinninu einsog þessa:
Týnd er æra töpuð sál
tunglið veður í skýjum ...
108
BIRTINGUR