Vera - 01.02.2002, Qupperneq 12

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 12
Mér finnst Mér finnst... ..ótrúlega erfitt að skrifa stutta blaðagrein. Frá því vinkona mín skoraði á mig hef ég beðið eftir að eitthvað „kveikti í mér" og ég fengi löngun til aö tjá mig um sérstakt málefni. Hvort sem það er árstíminn, að íþrótta- efni sjónvarpsins hefur verið óvenju gott eða eitthvað annað sem gerir það að verkum, hefur verið bið á því að andinn kæmi yfir mig. í dag var þó ekki undan því vikist að skrifa þennan pistil. Þegar ég kom heim úr vinnunni, jafn hug- myndasnauð og vanalega, tók hundurinn minn á móti mér, þetta dýr sem er alltaf kátt þegar ég kem heim hvernig svo sem aðrir vindar blása. Vegna hinna vanalegu móttakna hundsins fór ég að hugsa um rétt og/eða getu fólks til þess að eiga heimilisdýr. I mínu starfi fæ ég oft spurn- ingar um hvar sé hægt að leigja íbúð þar sem gæludýrahald er leyfilegt, mestmegnis frá fólki sem er illa statt félagslega. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Víða í fjöl- býlishúsum er hunda- og kattahald bannað og á þaö oftast við um félagslegt leiguhúsnæði, þjón- ustuíbúðir aldraðra og fatlaðra svo einhverjir staðir séu nefndir. Þaö hafa ekki allir val um hvar þeir búa, t.d. vegna heilsufars eða fátæktar. Þessi hópur fólks hefur oft ekki sama val og aðr- Að fá að eiga gæludýr Þórdís Linda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi ir um hvort það haldi gæludýr. Ofnæmi og óþrif sem geta fylgt gæludýrum er ókostur sem þarf að taka tillit til, og það er fjarri mér aö halda því fram að það eigi allsstaðar að vera leyfilegt að halda gæludýr en á sama hátt þarf það heldur ekki endilega að vera bannað allsstaðar. Rann- sóknir styðja að gæludýrahald geti haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, s.s. lífslíkur, samskipti og lífs- gleði einstaklingsins. Mikil vakning er um þýð- ingu þess að fólk hafi tækifæri til að umgangast dýr. Svokölluð „pet therapy" er þekkt meðferðar- form víða erlendis og hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Sem dæmi má nefna rannsókn Ingibjargar Hjaltadóttur hjúkrunarfræðings um áhrif heimsókna dýra á deildum fyrir minnis- sjúka. Það hafa ekki allir ánægju af dýrum og mér finnst sjálfsagt að virða það. Á sama hátt tel ég mikilvægt að virða vilja þeirra sem hafa ánægju af dýrum og rétt þeirra til að eiga gælu- dýr. Til eru margar sorgarsögur um lélega hirð- ingu gæludýra og samskiptaerfiðleika nágranna vegna dýrahalds. Á móti hverri sorgarsögu tel ég að til séu a.m.k. tvær til þrjár sólskinssögur. Mér finnst að allir eigi að hafa jöfn tækifæri til þess að eiga gæludýr óháð félagslegum aðstæðum. Ég skora á Steinhildi Sigurðardóttur félagsfræð- ing að segja meiningu sína í nœsta blaði. Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna í rómaðri leikgerð, saga um ástríður og grimm örlög i I Anna Kareninia eftir Lev Toí|toj Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Leikendur: Margrét Vilhjálmsdóttir, Stefán Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Jóhann Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Kristbjörg Kjeld,- Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Þröstúi Leó Gunnarsson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.