Vera - 01.02.2002, Qupperneq 15

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 15
Maður verður alltaf að halda andlitinu, það má ekki brotna niður ein- hversstaðar. Þú grætur ekki, stórir strákar gráta ekki, það er alveg á hreinu. Samt felst mjög góð spennulosun í því að gráta. og vilja auðvitaö sjá hag þeirra sem mestan. Þá loksins verða þeir heitir í þessum pæl- ingum, ég meina hvaöa faöir vill sjá dóttur sína fasta á heimilinu með einhverri fyrir- vinnu sem sér algjörlega fyrir henni? Vandamáliö er kannski að þaö er hver aö hugsa I sínum koppi en enginn tengir þetta við breiöara sviö, eins og jafnréttisumræö- una í þjóðfélaginu. En þrátt fyrir þennan hugsunarhátt held ég að flestum þeirra finnist bara einfaldara aö þegja. Þaö er alltaf ein og ein karlremba í hverjum vina- hópi sem er röflandi um „karlmennsku sína" og óhjákvæmilega verður sá hluti karla miklu meira áberandi heldur en þeir sem taka þátt í gríninu meö þegjandi samþykki, eöa þeir sem vilja ekki hafa skoöun á mál- unum. Þaö er sá jarövegur sem mér finnst aö þið ættuð að nýta ykkur, þessir óákveönu sem eru ekki alveg vissir um skoöanir sínar, þ.e. þorri karlmanna. Eg legg mitt af mörkum á hverjum degi, sái einu og einu sáðkorni hér og þar:) En bæði kynin þurfa að vinna að jafnrétti saman, það kemur ekki af sjálfu sér og jafnrétti er í eðli sínu langvinn barátta. Það þarf sérstaklega að hafa það í huga aö þaö er ekki annað kynið sem sigrar að lokum. Annað hvort græöa allir eða enginn. Verðurðu fyrir fordómum vegna skoðana þinna? Nei, en þaö er líklega vegna þess að ég er ekkert að predika mínar skoðanir heldur koma þær frekar í Ijós um leið og ég byrja að tala. Helsta ástæða þess að ég er ekkert aö predika er sú að ég forðast að vera stimplaður sem eitthvað eitt. Mér finnst þaö heftandi. Ef ég lýsi því yfir frammi fyr- ir hópi fólks aö ég sé feministi þá er ég ósjálfrátt settur I flokk eftir einhverri skil- greiningu, óháö því hvort hún eigi í raun og veru viö mig. Ég get ekki lýst því yfir aö ég sé t.a.m. sósíalisti, kommúnisti eða kapít- alisti, þótt það sé sumt sem ég aöhyllist í kapítalisma og annaö ekki. Sumir karlmenn fara líka alveg í lás ef maður leyfir sér aö segja orðið feminismi og það verður til þess að þeir hlusta ekki á þaö sem maður hefur að segja. Ef við lítum á málin þannig aö það sé karlmaðurinn sem er andstæðingurinn þá er það besta sem hægt er aö gera aö láta karlmenn yfir höfuð skilja ykkar sjónarmið og fá þá til aö samsama sig viö ykkar raun- veruleika. Ef viö tökum fyrirmyndir sem dæmi þá tel ég aö karlmenn geri sér alveg grein fyrir þvi hversu óraunhæfum kröfum viö mætum. Ég held ekki aö eðlilegur karl- maður geti uppfyllt þær. Samt eru fyrir- myndir karlmanna miklu nær raunveruleik- anum heldur en nokkurn tíma fyrirmyndir kvenna - ég veit allavega ekki um neinn sem hrífst af gangandi beinagrinduni. En hvernig skilgreiniröu karl- mennskuímyndina? Karlmennskuimyndin gengur aö minu mati út á það að við megum alveg tala um til- finningar okkar þótt viö sýnum það kannski frekar í verki hvernig okkur líður. Það getur verið erfitt aö segja hvernig manni líður því þá er eins og maöur sé aö gefa of mikið af sér og þá verður maöur óöruggur, en það er alveg bannað. Maður verður alltaf að halda andlitinu, það má ekki brotna niður ein- hversstaðar. Þú grætur ekki, stórir strákar gráta ekki, þaö er alveg á hreinu. Samt felst mjög góð spennulosun í því að gráta. Enda eru margir karlmenn sem gráta inní sér eða fá líkamlega útrás og berja þá til dæmis í vegg, en það virkar bara ekki eins vel. Ég er kannski afbrigðilegur en ég og nánustu vin- ir mínir erum þannig að ef eitthvað kemur upp á þá reynum við að hittast og ræöum um ALLT. Ég vil tala um vandamálin mín en höndla þau ekki með þögninni. Þau eru ófá skiptin þar sem við höfum setið heilu kvöld- stundirnar og rætt um okkar allra persónu- legustu mál. Hver er þín skoðun á klámi? Uff! Fyrir mér er klám fyrst og fremst óraunverulegt og óraunhæft kynlíf. Eitt- hvað sem venjulegt fólk myndi aldrei gera, nema þá kannski í einhverri tilraunastarf- semi. Oftast er þetta bara gredda og harka út i eitt - engar tilfinningar. Það er sorgleg staðreynd að fyrstu kynni fjölmargra ungra stráka og stelpna af einhverju kyn- lífstengdu efni skuli oft vera I formi kláms sem stundum er mjög hrottafengið og við- bjóðslegt. Ég get ekki skiliö hvernig hægt er aö fá eitthvað út úr því að horfa á útúr- dópaö fólk vinna vinnuna sína, sem er oft- ar en ekki mjög niðurlægjandi. Enda hef ég heyrt að margt fólk I þessum bransa verði gjörsamlega fráhverft kynlifi. Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar ég heyri ungar stelpur tala um endaþarmsmök eins og ekkert sé eðlilegra. Það sem kallað- ist klám þegar ég var unglingur myndi lik- lega teljast erótik í dag, bara tvær mann- eskjur að stunda kynlíf. Endaþarmsmök voru nær óþekkt, hvaö þá að tveir eða fleiri karlar væru á sömu konunni. Nú hafa hópnauðganir til dæmis færst í vöxt og fólk er voðalega hissa, þrátt fyrir þá isköldu staðreynd að ungir strákar hafa nær ótak- markaöan aögang að hrottafengnu klámi sem sýnir konur eins og hvert annað leik- fang til að leika sér að og eyðileggja. Kyn- lifsfræðsla þeirra byggist á klámi sem er í sjálfu sér ekkert svo skritið þegar litið er til þess aö foreldrarnir þegja um þessi mál og skólinn heldur sig við eins fræðilega um- fjöllun og mögulegt er. Strákarnir fá að læra um eistnalyppur á meðan stelpurnar læra um tiðahringinn. Það er býsna algengt að konursem hafa lent I slæmum karlamál- um yfirfæri þessa reynslu yfir á allt karlkyn- ið, sem verður þess valdandi að góðu strák- arnir þurfa sífellt að vera að afsanna þessa kenningu og sýna fram á að þeir séu ekki fifl. Viö þurfum líka aö berjast fyrir gagn- kvæmri virðingu en kannski ekki i jafn mikl- um mæli. Osjaldan hef ég heyrt þessa setn- ingu í einu eða öðru formi: „Þú ert karl- maður og þú ert skepna." Ég hef verið rakk- aður niður fyrir það eitt að vera karlmaður en það þýddi að ég mátti ekki hafa skoðan- ir á ákveðnum málefnum. Við erum oft ekki andlega nógu sterkir til að takast á við þessa gagnrýni og ég held að karlmenn brotni frekar mikið niður þó það beri ekki á því. Af hverju eru karlmenn ekki búnir að stofna félag sem berst fyrir réttind- um karla? Af því að það yröi gjörsamlega útskúfað af samfélaginu, bæöi af konum og öðrum karlmönnum sem myndu úthúöa þeim sem aumingjum eða jafnvel hommum. Við vit- um alveg að í gegnum söguna hefur verið komið miklu verr fram við konur en karla og við getum því ekki byggt réttindabaráttu okkar á aldalöngu misrétti og yfirgangi. Vissulega eru mörg baráttumál sem karlar ættu að berjast fyrir, en þaö sem mér finnst mikilvægast er að sjá hagsmunum beggja kynja borgið - finna sameiginlegan bar- áttugrundvöll. Fólk fer ekki í baráttu nema það sjái aö hagsmunum þeirra sé gætt í henni. Og við megum aldrei gleyma að þetta er ekki kynjastríö. Þetta er hvorki stríö kvenna á móti körlum né öfugt. Þvi fyrr sem hægt er að gera almenningi grein fyrir þvi aö jafnréttisbaráttan sé hagsmunamál beggja kynja, því fyrr kemst jafnrétti á. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.