Vera - 01.02.2002, Qupperneq 24

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 24
m£m r gf * ■ á ■ Eg er profemimsti Ingólfur Á. Jóhannesson, sagnfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri Sumir karlar eru andstæöing- ar femínisma af því þeir eru andstæðingar allra breytinga, aörir af því aö þeim finnst konur hafa náö of langt í jafnréttisbaráttu og aö hluta á kostnað karlmanna, enn aörir af því aö þeim finnst „heföbundin" verkaskipting kynja vera eölileg skipan. S varið við spurningu Veru um hvort ég telji mig femínista er að ég tel mig vera prófemínista. í stuttu máli felst í því að ég nota gjarna femínískar aðferðir við að skoða veruleikann. Eg' kynntist kvennabaráttu á líkan hátt og margir aðrir róttækir ís- lendingar á áttunda áratugnum, þ.e. á menntaskólaárum og síðar á háskólaárum. Samt veitti ég femínískum kenningum og rannsóknum ekki sérstaka athygli fyrr en með tilkomu Kvenna- framboða og Kvennalista snemma á níunda áratugnum. Arið 1987 fór ég í framhaldsnám til Bandaríkjanna og má segja að ég hafi fallið þar fyrir akademískum femínisma, ekki síst póststrúktúralískum kenningum sem felast í því að skoða valdatengsl, viðteknar hugmyndir og orðræðuhefðir. En af hverju prófemínismi? Við karlmenn, sem aðhyllumst femínisma, viljum helst ekki „eigna" okkur femínismann og þess vegna hef- ur hugtakið prófemínismi orðið til. Það þýðir einfaldlega að vera hlynntur femínisma en finnast það eðlilegra af kynjapóli- tískum ástæðum að kalla sig ekki femínista. Prófemínismi hef- ur líka orðið til í rökræðu við þá karla sem eru andstæðingar femínisma. Sumir karlar eru andstæðingar femínisma af því þeir eru andstæðingar allra breytinga, aðrir af þvi að þeim finnst konur hafa náð of langt í jafnréttisbaráttu og að hluta á kostnað karlmanna, enn aðrir af því að þeim finnst „hefðbund- in" verkaskipting kynja vera eðlileg skipan. Prófeministar and- mæla þessum sjónarmiðum á forsendum karla. Þeir telja að karlar þurfi að taka ábyrgð á því að hafa áhrif á aðra karla í því augnamiði að jafna stööu kynjanna. Þeir telja að femínískar aðferðir af margvíslegu tæi séu hentugar til að skoða samskipti kynja til að geta bætt samskipti og draga úr valdaleysi bæði kvenna og þeirra karla sem lítil völd hafa. Dæmi um efni sem þarf aö rannsaka er á hvern hátt karlmennskuhugmyndir ungra drengja mótast. Annað dæmi er kennsluaðferðir í ólíkum námsgreinum sem sumar henta betur stelpum og aðrar strákum. Síðan væri hægt að móta kennsluaðferðir þar sem drengir og stúlkur skoða bæði sjálfsmynd sína og möguleika í samfélag- inu á gagnrýninn hátt. Sjá til frekari skýringar þessar greinar: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. 1994. „Farm Boy from the Edge of the Arct- ic and the Seduction of Feminist Pedagogy in American Academia". Gender and Education 6(3):293-306. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. 1998. „Karlafræði eða karlafræði? Vanga- veltur um kynjarannsóknir í sagnfræöi og menntunarfræöi". íslenska sögu- þingið 1997. Ráöstefnurit II (ritstj. Guömundur J. Guðmundsson og Eirík- ur Björnsson), bls. 229-239. Reykjavík, Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Sagnfræðingafélag íslands. Mynd: Rúnar Þór Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. 1998. „Drengir og karlmennskuuppeldi í skólum". Ný menntamál 16,1:36-39. Einnig birt á vefsíöunni Litast um af Hjallhól (http://www.ismennt.is/not/ingo/litast.htm)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.