Vera - 01.02.2002, Page 30

Vera - 01.02.2002, Page 30
Jón Knútur Ásmundsson, félagsfræðingur Mynd: Þórdís <S3 Hugmyndir um karlmennsku í rappi eru í eðli sínu ekkert ólíka'r hefðbundnum hug- myndum um karlmennsku. Það er ekki nóg að vera með viðeigandi kynfæri heldur þarf maður líka aö haga sér á karlmannlegan hátt. 82) Rapptónlist er ein vinsælasta dægurtónlist síðari ára. Svo dæmi sé tekið seldist rapp betur í Bandaríkjunum árið 1999 heldur en sveitatónlist, sem hefur verið vinsælasta tónlistin vestanhafs undanfarna áratugi. Rappið, eða hip hop eins það er stundum kallað, hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim og ungt fólk af öllum þjóðernum hefur heillast af tónlistinni og því sem henni tengist. Gríðarlegar vinsældir rappsins hafa vakið áhuga stjórn- málamanna, menningarpostula og fræðimanna á þessu fyrirbæri, ekki síst á kvenfyrirlitningunni og ofbeldinu sem einkennir það. Rapptónlist og hip hop menningin al- mennt virðist vera gegnsósa af alls kyns hugmyndum um það hvernig „alvöru" karlmenn eigi að vera, til dæmis í samskiptum við kvenfólk. I myndböndum ýmissa rapp- listamanna fáum við innsýn inn í veröld þeirra þar sem konur eru að öllu jöfnu eingöngu brúklegar til að þókn- ast stjörnunni á alla mögulega vegu. I textum rappara er konan síðan oft ávörpuð sem hóra („ho", stytting á whore) eða tík (bitch). Ji

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.