Vera - 01.02.2002, Side 32

Vera - 01.02.2002, Side 32
Ástæöan fyrir þessum vinsældum rappsins meðal ungra hvítra karl- manna er einfaldlega sú aö tónlistin fellur í frjó- an jaröveg. Ofbeldið, hommafóbían og kven- hatriö í rapptónlist hef- ur ekkert meö „svarta" menningu að gera. Black Noise Haft var eftir lce Cube, virtum rapplistamanni frá Bandaríkjunum, að það væru ekki eingöngu yfir- völd sem hindruðu fram- gang svarta (karl)mannsins heldur einnig konur, einna helst svartar konur. ustu jól komst íslenskt rapp í sviðsljósið aftur eftir nokkurra ára lægð. Astæðan er fyrst og fremst miklar vinsældir XXX Rottveiler hunda, sem gáfu út frumraun sína undir lok siðasta árs. Sænski félagsfræðingurinn Ove Sernhede hefur skoðað hvernig ungmenni þar í landi hafa not- að rappið sem tjáningarform. Niðurstaða hans er sú að hvít ungmenni heillast af kraftinum og taumleysinu sem býr í rappinu og telur hann að hrifning þeirra sé í eðli sínu ekkert ólík hrifn- ingu vestrænna heimspekinga á Upplýsingaöld af hinum „göfuga villimanni". Þetta er enn eitt dæmið um hvernig íbúar Vesturlanda heillast af framandi menningarheimum sem við teljum náttúrulegri og eðlilegri en okkar eigin. Þetta er athyglisverð kenning en að yfir- færa hana yfir á íslensku rappsenuna myndi einfalda hana meira en réttlætanlegt er. Það þarf ekki að skoða íslenskt rapp lengi til að sjá að þar er meira á ferðinni en dýrkun á ofbeldi og hvers kyns villimennsku. Rapparar, eins og Sesar A, hafa notað rappið sem miöil fyrir bein- skeytta þjóðfélagsgagnrýni. í laginu Einfalt af hljómplötunni Stormurinn á eftir logninu sem kom út fyrir síöustu jól, gagnrýnir hann utan- ríkisstefnu íslenskra stjórnvalda og Vesturlanda almennt: „Varnarlið er hvað?/lið til varnar þegar kjarnaoddurinn stefnir á Reykjanes/íslenska þjóðin er í góðum bisness/við að styöja sjálf- skipaða lögreglu heims/sem fremur sín mannréttindabrot í sjöfréttum/hvað um að við þriðja heimsskuldum afléttum/já nei best að halda þeim hluta heims niðri enn um sinn/“ Karlmennskutilburðirnir í íslensku rappi og sjálfsdýrkunin fer þó ekki fram hjá neinum. Plata XXX Rottveiler hunda hefur vakið mikla athygli, einna helst textarnir sem þykja oft ansi óheflaðir á köflum enda varað við þeim á fram- hlið umslagsins. I stuttu máli ganga flestir text- arnir út á að úthúöa meintum óvinum hljóm- sveitarinnar sem oftast nær eru aörir rapparar og í flestum textunum er stunduð ansi opinská sjálfsdýrkun. Grípum niöur í texta lagsins Þér er ekki boðið: „Þegar ég stíg inn taka menn um vopn og kúbein/Og kvenmenn taka um píkurnar sín- ar svo það leki ekki úr þeim.../mig langar helst heim en ég fer i partýiö þó/kærastar fúlir því gellurnar þeirra ruglast á mér og Le- onardo DiCaprio..." Það fer ekkert á milli mála hvaða ímynd er ver- ið að varpa fram. Rottveiler hundar eru karlar í krapinu og konur geta enga björg sér veitt þeg- ar þeir eru annars vegar. Kvenfyrirlitningin er þó enn meiri í laginu Beygla af sömu plötu. I laginu er kveðinn upp dómur um hinar ýmsu „týpur" kvenna: „...ég ætla að byrja á þeim sem má aldrei kalla bleyðu/Þær þykjast hafa allt til alls og geta gert allt I einu/Við gætum kallaö þær jussur og þær svara reiöar og spyrja hvað við meinum/Og svo er týpan sem er grúppía hjá rapphljómsveitum/Biða æstar eftir að fá áritun á barminn á eftir manns tónleik- um/Með ekkert haft í óreiðu, klædd upp sem ungfrú gettó/hrósa manni fyrir tónleikana og hvað maður var með þétt show og nett flow/Og svo er ég kominn að þeim sem ég hata mest þó/Fokkin' dekraðar pabbastelpur hangandi í Versló/Þú sérð þær uppi á Stjörnutorgi talandi i GSM phone/Eltast við gaura á dýrum sportbílum fyrirlít'a þá sem ekki eru með bílpróf" Rappiö veröur ekki til í tómarúmi Af þessu má álykta að þeim er frekar illa við konur en þeir eru samt alls ekki samkynhneigð- ir eins og þeir taka skýrt fram fyrr í laginu. Það vakna vissulega upp spurningar um áreiðanleika þessara rappara. Eins og ég minntist á að ofan hafa fræöimenn skýrt hrifningu ungra hvítra karlmanna á rappinu sem löngun í æsandi reynslu sem ekki er lengur hægt að finna í sam- félagi velferðar og siðmenningar. En er þetta svona einfalt? Getur veriö að þaö megi afskrifa tjáningu rappara sem ekki koma úr fátækra- hverfinu og hafa ekki „réttan" húölit sem merk- ingarlaust blaður? Vinsældir rappsins meðal ungra hvítra karl- manna er ekki tilviljun. Ástæðan fyrir þessum vinsældum er einfaldlega sú að tónlistin fellur í frjóan jarðveg. Ofbeldið, hommafóbían og kvenhatrið í rapptónlist hefur ekkert meö „svarta" menningu að gera. Þessar hneigðir fyr- irfinnast þar rétt eins og þær finnast i „sið- menntuöu" samfélagi. Þær eru að vísu ýktar i rappinu en það gerir hana um leið söluvænlegri fyrir hvíta unglinga og þar að auki, sem er ekki síður mikilvægt, eru það hvítir kaupsýslumenn sem markaðssetja þessa tónlist. Það má því ekki einfalda hlutina og segja að rapptónlist sé ólík annarri dægurtónlist aö því leyti að hún taki neikvæða afstöðu gagnvart konum og þvi sem þykir kvenlegt. Dægurtónlist hefur alltaf á ein- hvern hátt verið karlmannleg. Sú umræða sem hefur átt sér stað um hugsanleg slæm áhrif rapptónlistar á (hvít) ungmenni er athyglisverð því hún endurspeglar kynþáttahatriö sem enn- þá ríkir á Vesturlöndum þrátt fyrir allt frjáls- lyndið og jafnaðarhyggjuna. Við eigum ekki til orö yfir snilld kvikmynda Martin Scorsese þar sem við verðum vitni að gegndarlausri karl- rembu og kynþáttahyggju en svo fer allt í háa- loft þegar svertingjar gera slíkt hið sama! Við eigum að stunda virka gagnrýni á dægurmenn- ingu og reyna að kryfja hana til mergjar þvi staðreyndin er sú aö sjálfsmynd okkar er í aukn- um mæli mótuð af henni. En þessi gagnrýni veröur að vera yfirveguð og við verðum að spyrja réttra spurninga. Tónlist, eins og rapp, verður ekki til í tómarúmi. Ef okkur finnst eitt- hvaö varhugavert við hana ættum við að skoða samfélagið sem getur hana af sér. Greinin er byggð á lokaritgerð höfundar við Háskólann i Leicester.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.