Vera - 01.02.2002, Qupperneq 43

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 43
fórnarlömb. Þaö er kannski þaö sem gerir okkur ööru- vísi en aðra hópa. Við viljum að allir taki umræðuna til sín og sjái að hver og einn getur lagt sitt af mörkum. í raun eru fjölmargir karlmenn feministar án þess að vita af því. Það er leiðinlegt hvað femínisminn hefur fengið á sig neikvæðan stimpil, en það er nú svolitið að breyt- ast núna og karlmenn eru jafnvel farnir að segjast vera femínistar. Auðvitað geta þeir verið það líka. EDDA: Það hefur oft verið talað um karlmenn sem eru femínistar sem pro-femínista því fólki finnst þeir ekki geta verið femínistar. ÞOREY: Allir sem vilja jafnan rétt karla og kvenna eru femínistar samkvæmt mínum skilningi. EDDA: A málþinginu sem var haldið í Borgarleikhúsinu daginn eftir V-daginn komu saman einstaklingar úr ýmsum geirum samfélagsins og með ólíka menntun og voru ekki allir sammála um hvar vandinn lægi. Það var mjög lærdómsríkt að sjá I hnotskurn þá fordóma og þær mýtur sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að eru til stað- ar. Það er mikilvægt að fólki sem heldur að það sé ekki fordómafullt sé bent á eigin fordóma því að auðvitað höfum við öll ákveðna fordóma sem þarf að útrýma. ÞOREY: Ef við náum til einhverra með því að fá fólk til að líta í eigin barm og finna fordómana I eigin skoðun- um getum við náð langt. Við þurfum að losna við ákveðin viðhorf sem eru mjög neikvæð, jafnt hjá al- menningi sem og þeim sem vinna í þessum geira því þar eru auðvitað fordómar líka og gamlar mýtur. EDDA: Nauðgun er glæpur og kynlíf er alger andstæða viö það. Að setja samasem merki þarna á milli er alltof algengur misskilningur. Það er ótrúlegt hvað fólk legg- ur á sig til þess að réttlæta nauðganir. í raun þarf að breyta löggjöfinni, en þá er ekki nóg að þyngja dóma heldur þarf að fá konur til að kæra. Ef enginn kærir breytist ekkert og til þess að konur kæri verða þær að finna fyrir þessari viðhorfsbreytingu sem þarf að verða. MARIA: Er þetta nýr feministahópur? ÞOREY: Það má kannski segja það en við leggjum svo- lítið aðrar áherslur. Það hefur oft verið sett samasem merki á milli femínisma og kvenrembu, sem er mjög leiðinlegur stimpill á kvennabaráttunni. Ef jafnrétti kynjanna á að nást verðum við að vinna saman án þess að stilla hinum upp. En auðvitað þarf líka öfgar og kvennabaráttan hefur náð eins langt og hún hefur gert með öfgum, því það verður að byrja þannig. En við telj- um okkur hafa nýjar áherslur, nýjan blæ, ólíkt þeim samtökum sem hafa verið að vinna að þessum málum. Sem hópur viljum við vinna með öðrum en halda þó okkar sjálfstæði. EDDA: Við verðum að halda ákveðinni fjarlægð til þess að geta gagnrýnt aðra og tekið á móti gagnrýni. Enginn er yfir gagnrýni hafinn og alltaf má eitthvað fara betur þó svo að góðir hlutir hafi verið gerðir nú þegar. Eg þakka þeim fyrir samræðurnar og óska þeim til ham- ingju með fyrsta íslenska V-daginn. Vonandi hjálpar framtak þeirra til þess að öll dýrin í skóginum veröi vin- ir og við getum I sameiningu stuðlað að jákvæðri þróun i átt að færri ofbeldisglæpum og auknum skilningi okk- ar á milli. Kvennaþrenna Fyrir konur með sveppasýkingu í leggöngum. Úr græðandi og sveppa-eyðandi jurtum og jurtaolíum. Kvennaþrennan hefur hlotið meðmæli sérfræðings i kvensjúkdómum, sem Hefur haft hana til reynslu um árabil við sveppasýkingu í leggöngum, með Mjög góöum árangri. Leiðbeiningar fylgja með í pakkanum. Sendum einnig um allt land. Mömmusalvi Fyrir verðandi mæður og mæður með börn á brjósti. Gerður úr græðandi jurtum og jurtaolíum m.a. kamillu og morgunfrúarolíu. Hefur verið notaður í klíniskri rannsókn á sárar og sprungnar geirvörtur með mjög góðum árangri. Mýkjandi og styrk- jandi fyrir verðandi mæður. Framleiðsluvörur Urtasmiðjunnar er úr íslenskum jurtum og öðrum náttúrulegum efnum. Upplýsingar um sölustaði og fl. Sími 4G2 47G9 Sendum einnig um allt land.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.