Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 46

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 46
Kvikmyndir Úlfhildur Dagsdóttir Nokkrar góðar frá í fyrra Það er hefð fyrir því í upphafi nýs árs að líta til baka yfir farinn veg og velta fyrir sér hvort kona hafi virkilega fengið það besta út úr árinu sem leið. í þessum tilgangi keppast fjölmiðlar um að birta lista yfir hitt og þetta ómissandi frá síðasta ári. Hér eru 7 myndir sem eru nauðsynleg- ar hverri þeirri sem vill ganga ótrauð og vel upplýst inn í framtíðina. The Gift - Sam Raimi Þessi er reyndar frá í hittifyrra, en hún var hér i fyrra... Sagan gerist í smábæ og segir frá ungri ekkju með miðils- hæfileika og þrjá syni. Hún er einskon- ar blanda af sálfræðingi og lækni bæj- arbúa. Einn daginn hverfur ung kona í bænum og faöir hennar og unnusti biðja miðilinn að finna hana. Leikkonan Cate Blanchett er í aðalhlutverki og er burðarás myndarinnar. Blanchett er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Elísabet drottning og þarna er hún aftur að leika hlutverk einmana og einangraðr- ar konu, að þessu sinni eru það hæfi- leikar en ekki staða hennar sem ein- angra hana." Oh Brother Where Art Thou? - Coen Bræður Lauslega byggð á Ódysseifskviðu Hómers og fjallar þarmeð um mann sem er að reyna að komast heim til sín. Sagan hefst í fangelsi, þaðan sem þrír fangar sleppa. Fangelsið samsvarar væntanlega eyju dísarinnar Kalypsó, en þaðan losnaði Ódysseifur eftir langa mæðu með hinni ástsjúku dís. Og síðan tekur við hvert ævintýrið á fætur öðru, ■ með tilheyrandi samsvörun við kvið- una. Ekki eru þó allar persónurnar álík- ar fyrirmyndum sínum, hin góðhjart- aða prinsessa Násíka sem bjargar Ódysseifi undir lokin birtist þarna I líki akfeits, en Ijóshærðs ríkisstjóra, og í staö sonarins Telemakkusar eru komnar sjö dætur. Memento - Christopher Nolan Jújú, þessi er líka frá I hittifyrra en... Söguþráðurinn er þessi: Leonard Shelby er að leita að morðingja konu sinnar. Leitin er nokkuð flókin því Leonard er með heilaskemmd sem gerir það að verkum að skammtímaminni hans er horfiö. Hann getur ekki búið til nýjar minningar. Hann man allt upp að árásinni á konu sina, þarsem hann fékk sjálfur höfuðhögg með fyrrgreindum afleiðingum, en eftir þaö man hann ekkert nema í stuttum bútum. í hvert skipti sem hann vaknar, þá man hann ekki hvar hann er, í hvert skipti sem hann hittir fólk þá man hann ekki hvort hann hefur hitt það áöur. Alveg sérlega meiriháttar mynd, ekki síst fyrir hlut leikkonunnar Carrie-Ann Moss (Matrix og Chocolat) sem sýnir hér enn og sannar að hún er svalasta leikkonan um þessar mundir. Hún leikur eina af þess- um skemmtilegu vondu konum, Natalie, sem í fyrstu virðist full samúð- ar með Leonard en reynist svo flagð undir fögru skinni og lætur Leonard drepa óæskilega menn fyrir sig. Bridget Jones's Diary - Sharon Maguire Ólíkt Shelby er Bridget kannski óþarf- lega minnisgóð og þá vanalega á óþægilega atburði, enda skráir hún þetta allt hjá sér í dagbók. Mynd sem hafði allt til að bera til aö verða frem- ur hefðbundin kvennamynd náði að hrista af sér helstu klisjurnar (eða bara hrista upp í þeim) og verða alveg stór- skemmtileg. Samspilið við Jane Austen- myndirnar er sérlega smart. Mummy Returns - Steven Sommers Eins og titillinn gefur til kynna er Mummy Returns framhald af The Mummy frá I hittifyrra. Aðalpersónurn- ar úr fyrri myndinni, klaufalega bóka- verjan og ævintýramaðurinn, hafa nú gifst og eignast son. Þau hjón eru að grafa um sig á greftrunarstað Sporö- drekakonungsins og finna þar armband hans sem hefur þann hæfileika að vekja hann til lifsins og skapa glundroða. Múmíumyndir minna um margt á Indi- ana Jones myndirnar en þær hafa verið gagnrýndar fyrir að vera karlamyndir, þarsem Jones er hefðbundinn karlhetja og konurnar eru einungis aukahlutir sem undirstrika karlmennsku hans. The Mummy Returns gerir sitt til að koll- varpa þessu, í fyrri myndinni var bóka- verjan fremur máttvana kvenmaður en nú bregður svo við að hún er orðin jafnoki eiginmannsins, er enn sem fyr utan við sig og prófessorsleg, en einnig hugdjörf og hugmyndarík þegar í harð- bakkann slær. Þessi mynd minnir svo um margt á Lara Croft: Tomb Raider - Simon West með Angelinu Jolie í hlutverki kven- hetjunnar, sem einnig er í stöðugum ævintýralegum fornleifaleiðöngrum. Ginger Snaps - John Fawcett Og að lokum: ein góð hrylla. Fitzgerald systurnar eru á skjön við hið bjarta bandaríska menntaskólasamfélag. Upp- teknar af dauða og hryllingi þá stunda þær að sviðsetja dauða og taka myndir af sviðsetningunni. Þær afneita kven- leika sínum einnig og vilja ekki vera með strákum. En svo gerist hið óhjá- kvæmilega, önnur byrjar með blæðing- ar. Sama kvöld eru systurnar úti að taka myndir og verða fyrir árás ókenni- legs dýrs. Og stúlkan tekur ógnvænleg- um breytingum: en eru þær vegna ný- uppgötvaðs kvenleika eða bar úlfdýrið með sér smit? ps svo er auðvitaö fullt af öðrum frá- bærum sem ekki má missa af eins og Shrek og Moulin Rouge, en um þær ætla ég aö fjalla betur seinna... 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.