Vera - 01.02.2002, Qupperneq 49

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 49
Gemsar Fyrir stuttu var frumsýnd mynd á íslandi sem má meö réttu kallast fyrsta eiginlega unglingamynd ís- lendinga. Myndir hafa komið út áöur sem hafa gert út á þennan aldurshóp, myndir eins og Vegg- fóöur og Blossi, en hafa þær allar átt það sameiginlegt aö leikarar og leikstýrendur eru allir komnir langt yfir gulltíma unglingsár- anna. Þaö var því með eftirvænt- ingu aö ég settist í salinn á grámyglulegu mánudagskvöldi í Kópavoginum til aö sjá hvernig ís- lensk unglingamenning er í raun og veru. Eða eins og auglýsing- arnar oröa það: Allt sem þú vissir ekki um unglinga og vildir ekki vita. Gemsar eftir Mikael Torfason segir sögu nokkurra unglinga í Breiðholtinu og af samskiptum þeirra á milli eina fagra vetrar- nótt í Reykjavík. Myndin er uppbyggð þannig að margvísleg myndbrot og viðtöl við persónur myndarinnar eru klippt saman til að mynda heillega sögu. Nú veit ég ekki hvort ég hafi átt óeölilega æsku, en ein- hvern veginn eru þessi unglingsár sem lýst er í myndinni ekki það sem ég man eftir, og samt eru nú bara þrjú ár síðan ég yfirgaf þetta gullaldartímabil lífs mins. Myndin sýnir óhugnanlega túlkun á lífi unglinga eins og það er í dag. Unglingarnir sem sagt er frá virðast hugsa um lítið ann- að en áfengi, kynlíf og eiturlyf. Myndin hverfist ekki um einhvern einn aðila, heldur flækist sjónarhornið fram og til baka milli persónanna. Oft er erfitt fyrir áhorfendur að hafa yfirsýn yfir myndina. Þótt ég sem gagnrýnandi hefði samviskusamlega hjá mér minnisbók og blýanta, gleymdi ég oft hver nauðgaði hverjum, hver barði hvern og afhverju og hvern langaði að ríða hverjum og með hvaða öörum. En á sama tíma er þaö akkúrat þessi óreiða sem lýsir unglings- árunum best. Enginn veit hvar hann eða hún stendur í sambandi við vini sína og áhorfandinn, þegar hann reynir að fylgjast með söguþræöinum, finnur nasasjón af erf- iðleikunum við að rata gegnum hinn stóra og dimma unglingsárafrumskóg. Myndin er sögð út frá sjónarhorni ung- linganna sjálfra, ekki út frá kvikmynda- gerðamönnunum sem standa utanviö efnið. Athyglisverð beiting á myndavélinni leggur áherslu á þetta sjónarhorn, en hinir fáu fullorðnu sem koma fyrir í myndinni fá myndavélina oft rekna upp í andlitið á sér neðan frá og áhorfandinn neyðist til að horfa upp til þeirra eins og unglingarnir i myndinni. Gemsar er mynd sem tekur sig ekki alltof alvarlega. Reyndar er langt síðan ég hef séð svona gleðilega íslenska kvikmynd - gleðileg í þeim skilningi að leikararnir virð- ast skemmta sér stórvel við gerð myndar- innar og það smitar út frá sér, jafnvel i ógeðslegustu atriðunum. Reyndar, ef ég á að fremja smá helgispjöll, mætti aö þessu leyti líkja myndinni við einn risann í ís- lenskri kvikmyndagerð, við sjálfa Meö allt á hreinu. En þessi léttleiki sem ríkir í mynd- inni er einnig helsti galli hennar. Öfugt viö Með allt á hreinu, tekst Gemsum ekki að hemja sig. Leikgleðin brýst út í agaleysi og myndin nær aldrei að skapa eina heild. Hún molnar fyrir augum áhorfenda og við lok sýningar stendur lítið eftir; persónur og at- burðir eru týnd og tröllum gefin og aðeins minningin um Næturlífið í Reykjavík lifir í huga áhorfenda. Og ef til vill er það ekki svo slæmt. Per- sónur myndarinnar eiga ekki eftir að lifa í minningum áhorfenda, heldur samspil þeirra. Þegar allt kemur til alls er ekki verið að lýsa nákvæmlega þessum unglingum í Breiðholti, heldur er reynt að deila á alla unglingamenningu Reykjavíkurborgar. Mik- ael Torfason reyndi mjög svipaöa ádeilu með fyrstu skáldsögu sinni, Fölskum fugli sem kom út árið 1997 og sú bók þjáðist af svipuðum göllum og Gemsar, lélegri per- sónusköpun og agaleysi í söguframvindu. En eins og Gemsar, var hún líka afspyrnu skemmtileg aflestrar. Ég hlakka til að sjá næstu myndir Mika- els. Það tók hann bara þrjár bækur til aö skrifa Fleimsins heimskasti pabbi sem var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Nú er bara að bíða og sjá hvort honum takist hið sama I nýjum miðli kvik- myndanna. Brynhildur Fleiöar- og Ómarsdóttir Astrid Lindgren 1907-2002 Nóttina sem Ronja fæddist drundu þrumur og eldingar leiftruðu yfir fjöllunum, já, það var þvílík þrumunótt að allar óvættir sem bjuggu í Matthíasarskógi skriðu óttaslegnar í holur sínar og fylgsni. Með þessum orðum fæddist ein helsta fyrirmynd heillar kynslóðar kvenna, Ronja ræningjadóttir. Ronja er sköp- unarverk sænska barnabókarithöfund- arins, Astridar Lindgren, sem nýlega lést 94 ára aö aldri. Ronja átti mörg systkini og mætti til dæmis nefna Línu langsokk, Lottu í Ólátagarði, Emil í Kattholti, Míó í Landinu í fjarska og Karl Ijónshjarta. Astrid var frumkvöðull í að skapa sterkar kvenpersónur í barnabókum sínum sem ungar stelpur gátu litið upp til og leikið eftir. Henn- ar mun verða sárt saknað. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.